Nú á vordögum höfum við verið að vinna með fjölbreytt viðfangsefni í 1.-2. bekk samhliða hefðbundnu námsefni. Við höfum nýlokið við heildstætt verkefni úr sögunni Blómin á þakinu, þar sem tengdar voru saman margar námsgreinar. Í ritun erum við að æfa okkur að skrifa sögur og frásagnir og notum til...
Landgræðsludagur 5.-7. bekkur
Fimmtudaginn 3. maí gengum við úr skólanum og upp á Skaftholtsfjall þar sem Sigþrúður hitti okkur og ræddi við okkur um uppgræðslu og sáningu. Við skoðuðum reitina okkar og skráðum hjá okkur breytingarnar á þeim síðan í haust. Síðan bárum við á og sáðum á nýtt svæði. Sigþrúður lét...
Norræna skólahlaupið og íslenskuþema
Í síðustu viku fórum við inn í Þjórsárskóg og tókum þátt í Norræna skólahlaupinu. Það er greinilegt að nemendur í skólanum eru ofurhraustir en nemendur í 4.-7. bekk hlupu rúmlega 5 km. og nemendur í 1.-3. bekk hlupu 2x1km. Eftir hlaupið fengum við okkur nesti og fórum síðan...
Heilsueflandi dagur 2012
Miðvikudaginn, 25.apríl var þemavinna í tengslum við heilsueflandi grunnskóla. Eftir áramót hefur áhersla verið lögð á næringu, tannheilsu og hreinlæti. Þemavinnan byrjaði eftir morgunkaffið, rétt upp úr tíu. Kennarar skólans sýndu nemendum tvö stutt kennslumyndbönd frá Lýðheilsustöð um tannhirðu og hollt mataræði upp í sal. Að því loknu var nemendum...
Samfélagsfræði 5. – 7. bekkur
Síðan í janúar höfum við verið að vinna þemaverkefni um líf og ævi Leifs Heppna. Kennsluaðferðir hafa verið margar og lögð er áhersla á fjölbreytt og skapandi verkefni. Við höfum unnið verkefni tengd kennsluaðferðum Orð af orði, þar sem markmið er að auðga málumhverfið, efla orðvitund, orðaforða og lesskilning. Nemendur...
Ævintýrin enn gerast – Árshátíð Þjórsárskóla
Föstudaginn 16. mars var árshátíð Þjórsárskóla. Dagurinn gekk vel og allir stóðu sig prýðilega. Um morguninn kom rúta með nemendum úr Flúðaskóla á loka æfinguna okkar. Um kvöldið var svo frumsýningin. Yngstu nemendur skólans í 1.-2. bekk léku leikrit um Búkollu, nemendur í 3.- 4. bekk léku söguna um Dansinn...
Samfélagsfræði í 3. og 4. bekk
Undanfarið höfum við fjallað um íslenska þjóðhætti í samfélagsfræði. Fyrir jólin tóku nemendur viðtal við fólk sem man jólahald fyrir nokkrum áratugum. Árangurinn birtist í 18 blaðsíðna myndskreyttu blaði sem nefnist „Jól og jólaundirbúningur á liðinni öld“. Börnin fengu blaðið sitt fyrir jólin, hver las sína frásögn og rætt var...
Náttúrufræði og skógurinn
Í dag fór skólinn í heimsókn inn í Þjórsárdal í yndisleg veðri, þar sem farið var í leiki og unnin voru verkefni tengd náttúrufræði. Þegar komið var inn í skóg var nemendum skipt niður í vinnuhópa. Nemendur í 5.-7. bekk voru svo heppnir að 6. bekkur í Flúðaskóla kom með...
Íslandspúsl í hringekju í 3. og 4. bekk
Í síðustu kennslustund á föstudögum vinna nemendur 3. og 4. bekkjar í hringekju. Hópnum er skipt í fjóra þriggja manna hópa og vinnur hver hópur að ákveðnu verkefni í 20 mínútur. Verkefnin hafa verið skrift, tölvur, vinnubók í íslensku, spil og púsl. Nú hafa nemendur lokið við að raða...
Fjáröflun nemenda í 6.-7. bekk
Fimmtudaginn 23. febrúar stóðu nemendur og foreldrar þeirra fyrir skemmtilegu BINGÓ kvöldi í Árnesi. Mæting var góð og vinningarnir voru veglegir og flottir eins og sjá má hér að neðan. Nemendur í 6. og 7. bekk þakka kærlega fyrir sig. Á Bingókvöldinu safnaðist dágóð upphæð sem nota á í ferðalag...