Árshátíð

Árshátíðin okkar var föstudaginn 17.mars. Nemendur sýndu leik, söng og dans fyrir fullum sali af gestum. Frábær sýning, okkur öllum til sóma.

Vikan framundan

Fimmtudagur - Tónlistarskóli Árnesinga kl. 8.25 hjá 1.-2.bekk. Síðan fer 1.-4.bekkur á general prufu í Leikskólanum Leikholti fram að hádegi.  

Vikan framundan

Nú er árshátíðarvikan gengin í garð. Stundataflan er lögð til hliðar og unnið er að undirbúningi í aldursskiptum hópum. Nú erum við að vinna að sviðsmynd, leikmunun, myndum í sal og búningum, auk þess sem verið er að æfa leik og söng.  Ekki þarf að koma með skólatöskur en mikilvægt...

Stóra upplestrarkeppnin

Mánudaginn 6. mars var haldin undankeppni stóru upplestrarkeppninnar í skólanum. Dómarar voru Loftur Erlingsson og Anna Ásmundsdóttir. Þeir nemendur sem fara áfram í aðalkeppnina í vor eru: Ásdís, Bergur og Snorri. Varamaður Ástríður.

Vikan framundan

Mánudagur 6. mars: stóra upplestra keppnina kl 9:40 Þriðjudagur 7. mars: Brautarholtssund Fimmtudagur 9. mars: leikskóla hópurinn hjá okkur Föstudaur 10. mars: Árhátíða vinna byrja

Vikan framundan

2. mars - Skólahópur Leikskólans hjá 1.-2.bekk, þemavinna um Skrímsli. 7.bekkur Flúðaskóla í heimsókn hjá 7.bekk. 3. mars - Tónlistarskóli Árnesinga með hljóðfærakynningu hjá 1.-2.bekk.

Vikan framundan

Mánudagur 20.febrúar - Bolludagur, þeir sem vilja mega hafa með sér Bollu í nesti. List fyrir alla - Gunnar og Felix koma 10.30. Þriðjudagur 21.febrúar - Sprengidagur. Brautarholtssund. Miðvikudagur 22.febrúar - Öskudagur. Þeir sem vilja mega koma í búningum. Öskudagsskemmtun fyrir hádegi. Nemendur fara heim kl. 11.55. Fimmtudagur 23.febrúar -...

Vísindasmiðja

Í síðustu viku fóru nemendur 7.bekkjar til Reykjavíkur og heimsóttu Vísindasmiðjuna. Þar lærðu nemendur meira um hljóð, rafmagn og segla auk ljóss og lita. Einnig var unnið verkefni tengt líkindum. Ferðin heppnaðist afar vel og bæði kennari og nemendur lærðu mikið með því að fikta og prófa. Vefsíða Vísindasmiðjunnar: https://visindasmidjan.hi.is/stodvar/...

100 daga hátíð

Á dögunum héldum við í 1.-2.bekk hátíð í tilefni þess að hafa verið í 100 daga í skólanum. Við teljum dagana frá skólabyrjun og æfum með því hugtök, daga, mánuði og tugi og einingar. Krakkarnir komu sjálfir með hugmynd af hátíðinni. Þau vildu hafa náttfatadag, lestur, stærðfræði og horfa á...