Skólaslit

Miðvikudaginn 1. júní voru skólaslit í Þjórsárskóla. Þá var sýning á verkum nemenda í Árnesi, afhentur var vitnisburður, viðurkenning fyrir heimalestur, sundbikarar og að auki verðlaun fyrir háttvísi – góða félagslega færni. Á yngra stigi var það Anna Pálína sem fékk verðlaun og á eldra stiginu var það Alexíus Máni....

Vikan framundan

Nú er mikið um uppbrot á skólastarfi næstu daga: Þriðjudagur 24.maí - Sundkeppni eldri nemenda. 1.-7.bekkur þarf að hafa með sér sundföt og þeir sem vilja mega hafa með sér eitt leikfang. Miðvikudagur 25.maí - Vorferðir nemenda. Nemendur þurfa að hafa með sér morgunnesti. Muna að leggja inn fyrir hádegismatnum...

Skólaheimsóknir

Yfir skólaárið kemur skólahópur leikskólans í reglulegar heimsóknir til 1.-2. bekkjar og Kristínar með leikskólakennaranum sínum honum Hauki.  Unnið er með þema í þessum heimsóknum þar sem fléttuð er saman kennsla í mörgum námsgreinum. Með þessari samfellu milli skólastiga skapast öryggi hjá verðandi skólabörnum og vinatengsl myndast hjá þeim yngri...

Vikan framundan

Þriðjudagur 17.maí - Kassabílarallý hjá 7.bekk. Ekki sund þennan dag. Miðvikudagur 18.maí - Sigga Björg hjúkrunarfræðingur kemur með hjálmafræðslu fyrir 1.-2.bekk Fimmtudagur 19.maí - Skólahópur Leikholts með 1.-2.bekk allan daginn.  

Gjöf til skólans

Lionsklúbburinn Dynkur færði Þjórsárskóla á dögunum styrk að upphæð 250.000. Við erum afskaplega þakklát fyrir þetta framlag sem verður nýtt í þágu nemenda.

Litla upplestrarkeppnin

3.-4. bekkur hefur undanfarnar vikur verið að undirbúa sig fyrir Litlu upplestrarkeppnina sem fór síðan fram í skólanum 4. maí. Börnin buðu skólasystkinum sínum á afraksturinn, en þetta er góð æfing og undirbúningur fyrir upplestrarkeppnina í 7.bekk.

Árshátíðin okkar

Föstudaginn 29. apríl var árshátíðin okkar í Þjórsárskóla. Í ár var unnið með Indverskar þjóðsögur og ævintýri Kiplings. Halla Guðmundsdóttir skrifaði leikritið og leikstýrði. Nemendur tóku virkan þátt í undirbúningi fyrir árshátíðina. Unnið var á stöðvum við að útbúa leikmynd, leikmuni, veggmyndir og búninga. Þá voru söngtextar og leikrit einnig...

Stóra upplestrarkeppnin

Við áttum góða ferð á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar. Arnór Ingi, Valgeir Örn og Jóhann Ívar tóku þátt fyrir hönd skólans og stóðu sig mjög vel. Gestirnir okkar sem fylgdu þeim voru sömuleiðis til fyrirmyndar.          

Gleðilega páska

Í dag var síðasti dagurinn fyrir páskafrí. Þá fórum við í páskaeggjaleit á skólalóðinni í dásamlegu veðri. Gleðilega páska. Sjáumst hress og kát þriðjudaginn 19.apríl.

Árshátíðarundirbúningur

Árshátíðarvinnan var með hefðbundnum hætti og voru nemendur að vinna á stöðvum að undirbúa búninga, leikmuni, leikmynd og fleira. Nú er komin ný dagsetning fyrir árshátíðina  okkar. Hún verður föstudaginn 29.apríl. General prufa verður fyrir hádegi og síðan verður sýning fyrir foreldra og gesti kl. 14. Hér má sjá nokkrar...

Hafðu samband við okkur

Þjórsárskóli Árnesi, 804 Selfoss
Sími: 486-6000
Kennitala: 540602-4410
Netfang: Skolastjori@thjorsarsarskoli.is

    [recaptcha]