Skólaslit

Í dag voru skólaslit við hátíðlega athöfn í Árnesi. Afhentur var vitninsburður og verðlaun voru veitt fyrir árangur á sundmóti.  Starfsmenn og nemendur halda nú kátir og glaðir út í sumarið. Skólasetning verður miðvikudaginn 21.ágúst kl. 11. Foreldrar og nemendur barna sem eru að fara í 1.bekk koma kl. 10,...

Upplestrarkeppnin

Nú í vikunni var litla upplestrarkeppnin í 4.bekk. Nemendur fluttu texta og ljóð og unnir voru margir sigrar. Stóra upplestarkeppnin fór fram 23.maí á Laugarvatni. Magnús Örn og Kristín Ágústa tóku þátt fyrir okkar hönd og stóðu sig frábærlega.  

Næsta vika

Mánudagurinn 27.maí - Starfsdagur. Nemendafrí. Þriðjudagur 28.maí - Vordagur. Nemendur þurfa að koma vel klæddir fyrir útiveru og hafa sundföt með sér. Miðvikudagur 29. maí - Vorferð hjá 5.-7.bekk Fimmtudagur 30.maí - Skógarferð. Skólahlaup, vað og sull ef veður leyfir. Föstudagur 31. maí - Skólaslit kl. 10 í Árnesi. Enginn...

Stóra upplestrarkeppnin

Mánudaginn 13.maí var undankeppni fyrir stóru upplestrarkeppnina. Þá tóku nemendur í 7. bekk skólans þátt og fluttu texta og ljóð sem þau voru búin að æfa. Dómnefnd var fengin til þess að velja hvaða nemendur fara áfram í úrslit sem verða á Laugarvatni þann 23. maí. Það voru Kristín Ágústa...

Vikan framundan

Mánudagur 20.maí - Annar í hvítasunnu, frídagur Fimmtudagur 23. maí - Stóra upplestrarkeppnin á Laugarvatni  

Samvinna milli skólastiga

Nú styttist í annan enda á farsælum skólaheimsóknum skólahóps Leikholts. Við unnum að fjölbreyttum verkefnum á stöðvum með þemað risaeðlur á haustönn og víkinga nú á vorönn. Áhersla var á samskipti og vináttu, eldri nemendur tóku vel á móti þeim yngri og sýndu þeim skipulagið, skólann og starfsfólkið.  Við hlökkum...

Vikan framundan

Mánudagur 13.maí - Hjálmafræðsla frá hjúkrunarfræðingi í 1.-2.bekk. Stóra upplestrarkeppnin innan skólans kl.9.30. Þriðjudagur 14.maí - Sundkeppni skólans. 5.-7.bekkur keppir. 1.-4.bekkur horfa á og síðan fara allir í laugina. Fimmtudagur 16.maí - Skólahópur Leikholts í skólanum.    

Lestrarátak í skólanum

Síðustu þrjár vikurnar var lestrarátak í skólanum. Yngsta stigið tók þátt í popplestri og eldra stigið var með lestarsprett og safnaði sér inn fyrir bekkjarkvöldi. Frábært verkefni sem skilaði sér í mikilli lestrargleði.

Vikan framundan

Þriðjudagur 7.maí - Brautarholtssund. Miðvikudagur 8.maí - Bekkjarmyndataka hjá 1.,5., og 7. bekk Fimmtudagur 9.maí - Uppstigningardagur  

Skákmót skólans

Skákmót skólans fór fram í vikunni. Lilja stýrði því með sóma og veitti hún heimagerða verðlaunagripi fyrir 3 efstu sætin á hverju aldursstigi.