Foreldraviðtöl miðvikudaginn 19. janúar

Miðvikudaginn 19. janúar verða foreldraviðtöl í skólanum. Nemendur koma með foreldrum sínum í viðtöl til umsjónarkennara. Við biðjum fólk að huga vel að sóttvörnum, vera með grímu og nota spritt. Þá minnum við á að hægt er að semja við kennara um að fá símaviðtal ef það hentar betur.  

Vikan framundan

Mánudagur - Guðný María náms og starfsráðgjafi í skólanum. Miðvikudagur - Opnað fyrir foreldraviðtöl í Mentor. Fimmtudagur - Sígríður hjúkrunarfræðingur í skólanum. Minnum á að á miðvikdaginn í næstu viku, 19. janúar eru foreldraviðtöl. Þá er ekki skóli en nemendur koma með foreldrum sínum í viðtölin.

Skólabyrjun í janúar

Nú fer skólinn í gang eftir jólafríið og við hlökkum til að hitta börnin ykkar á morgun. Það verður kennt samkvæmt stundaskrá og á morgun eiga allir að mæta með sundföt. Við óskum eftir því að nemendur með kvef og flensueinkenni komi ekki í skólann. Endilega hafið samband við umsjónarkennara...

Gleðileg jól

Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla, og farsælt komandi ár. Hlökkum við til að sjá nemendur 4. Janúar

Vikan 13. – 17. desember

Mánudagur – 3.bekkur fær eldvarnarfræðslu frá slökkviliðinu. Miðvikudagur – Svartur dagur/vasaljósadagur. Jólahringekja allan daginn. Unnið í aldursblönduðum hópum. Fimmtudagur – Jólamatur í Árnesi í hádeginu. Föstudagur – Litlu jólin frá kl. 10-12. Nemendur hafa með sér smákökur, drykk, kerti og pakka (ca.1000kr.)

Úrslit í myndasamkeppninni vinátta

Nú höfum við tilkynnt sigurvegara í myndasamkeppninni um vináttu. Á yngra stigi fékk myndin hennar Guðrúnar Renötu flest stig og á eldra stigi var það myndin hennar Jönu sem var stigahæðst. Þær fengu bíomiða fyrir 2 í verðlaun.

Jólaferð í skóginn

Á föstudaginn fórum við í árlegu jólaferðina okkar í skóginn. Við hittum þar Hurðaskellir og Stekkjastaur og dönsuðum með þeim í kringum jólatré. Þá voru unnin jólaverkefni á stöðvum og efniviði var safnað fyrir jólahringekju. Allir fengu síðan heitt kakó og lummur.

Myndasamkeppni

Í tilefni að vinavikunni í skólanum var sett af stað myndasamkeppni í 1.-7.bekk. Hér má sjá þær myndir sem komust í úrslit, en þær eru nú til sýnis í skólanum. Ein mynd verður valin af yngra stigi og ein af því eldra og úrslit verða tilkynnt í næstu viku.

Jól í skókassa

Árlega tökum við þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti okkar í verkefninu um sjálfbærni. „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn sem búa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim gjafir....

Hrekkjavaka

Hrekkjavaka – Í tilefni Hrekkjavöku var náttfatadagur hjá okkur í Þjórsárskóla föstudaginn 29. október. Ýmis uppbrot frá kennslu voru þennan dag, stofur voru skreyttar og boðið var upp á margskonar „hrikalegar“ veitingar.  

Hafðu samband við okkur

Þjórsárskóli Árnesi, 804 Selfoss
Sími: 486-6000
Kennitala: 540602-4410
Netfang: Skolastjori@thjorsarsarskoli.is

    [recaptcha]