Samstarf

Samstarf Þjórsárskóla er mikið við skóla sem sinna nemendum fyrir og eftir skólagöngu í Þjórsárskóla. Leikholt sinnir nemendum á leikskólaaldri og Flúðaskóli tekur við nemendum á unglingastigi. Samstarf við skólanna byggir á því að auðvelda flæði nemenda á milli skólastiganna. Með það í huga eru heimsóknir nemenda skipulagðar milli skólanna og starfsmenn vinna saman þegar tækifæri gefst.

Með grunnskólunum tveimur starfar Félagsmiðstöðin Zero. Hún er rekin sameiginlega af sveitarfélögunum og eru viðburðir haldnir í öllum þéttbýliskjörnum sveitanna tveggja.  Ákveðin kvöld er akstur frá Árnesi og úr Brautarholti á viðburði hjá Zero. Einnig er samstarf um sameiginlega viðburði fyrir miðstig nemenda í Þjórsárskóla og Flúðaskóla.

Tónlistarskóli Árnesinga kennir á hljóðfæri í Þjórsárskóla og þá eru nemendur sem eru í tónlistarskólanum teknir með leyfi foreldra út úr kennslustund.

Samstarf við Flúðaskóla

Samstarf við Flúðaskóla

Nemendur sveitarfélagsins, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í 8.-10. bekk sækja Flúðaskóla. Skólaakstur er  úr sveitarfélaginu að morgni og heim í lok dags. Reynt er að skipuleggja skólaakstur þannig að skólabílar nýtist bæði Þjórsárskóla og Flúðaskóla. Skólareglur Þjórsárskóla gilda í skólabílum.

Yfirmaður skólabílstjóra er skólastjóri og hann skipuleggur skólaakstur í samráði við þá sem málið varðar. Skólastjóri leggur fram áætlun í upphafi skólaárs vegna reglubundins aksturs þar sem fram kemur lýsing á akstursleið, upplýsingar um fjölda farþega, vegalengd, áætlaðar tímasetningar og fjöldi akstursdaga á skólaárinu.

Annar tilfallandi akstur s.s. vegna félagsstarfs skóla, tómstundastarfa eða aksturs með nemendur sérdeildar eða Fjölbrautaskóla Suðurlands er skipulagður af sveitastjóra í samráði við skólabílstjóra. Bílstjóri metur sjálfur hvenær akstur fellur niður vegna ófærðar eða veðurs. Hann tilkynnir skólastjóra slíka ákvörðun og skólastjóri lætur nemendur vita.

Skólabílstjóri af Skeiðunum er Aðalsteinn Guðmundsson GSM: 894-4062

Skólabílstjóri úr Gnúpverjahlutanum er Valdimar Jóhannsson GSM: 848-1620

Skeiða- og Gnúpverjahreppur sinnir öllum akstri í tengslum við félagslíf eldri nemenda á Flúðum. Þegar það er opið hús er akstur frá þéttbýliskjörnunum Árnesi og Brautarholti og að Flúðaskóla og sömu leið heim að lokinni skemmtun.

Fulltrúi úr skólanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps situr í skólanefnd Flúðaskóla.

 Vefsíða Flúðaskóla

Samstarf við leikskólann leikholt

Samstarf við leikskólann Leikholt

Í samræmi við lög, reglugerðir, skólastefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps er skipulagt samstarf skólanna. Elstu nemendur Leikholts koma á hverjum vetri í heimsókn í allt að 14-18 skipti yfir skólaárið sem starfsmenn skólanna skipuleggja nánar hverju sinni. Starfsmaður leikskóla fylgir leikskólanemendum í grunnskólann. Leikskólanemendur taka þátt í sem flestum kennslugreinum og aðstæðum sem 1. bekkur er í þann dag sem heimsóknin varir. Nemendur 1. bekkjar heimsækja leikskólann 2-3 sinnum fyrsta starfsárið sitt í Þjórsárskóla. Umsjónaraðilar samstarfsins er Haukur Vatnar Viðarsson fyrir leikskólann og Kristín Gísladóttir fyrir grunnskólann.

Upplýsingar um leikskólann:

http://skeidgnup.is/efni/leiksk%C3%B3linn-leikholt

Skýrslur um samstarf:

Samstarf leik- og grunnskóla 2018-2019

Samstarf leik- og grunnskóla 2019-2020.

Samstarf leik- og grunnskóla 2020-2021.

https://thjorsarskoli.is/wp-content/uploads/2022/08/Samstarf-leikskola-og-grunnskola-arid-2021-2022.pdf

https://thjorsarskoli.is/wp-content/uploads/2023/06/Samstarf-leikskola-og-grunnskola-arid-2022-2023.pdf

https://thjorsarskoli.is/wp-content/uploads/2024/06/Samstarf-leikskola-og-grunnskola-arid-2023-2024.docx

 

Tónlistarskólinn

Tónlistarskóli Árnesinga

Tónlistarskólanir hefur aðgang að kennsluaðstöðu í Þjórsárskóla og taka nemendur út úr kennslustundum í tónlistarkennslu.

Vefsíða Tónlistarskóla Árnesinga

Algengir hlekkir

Almennar upplýsingar