Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

Skólastjóri og skólabilstjórar taka ákvörðun saman um að fella skólaakstur niður ef kemur til óveðurs , ófærðar eða ef veðurspá er slæm. Bílar aka ekki ef vindhraði er kominn í rauðar tölur, það er 20 metrar á sekúndu. Ef það er enginn skólaakstur, er ekki skóli.

Stefnt er að því að ákvörðun um að fella niður akstur sé tilkynnt milli 7:00 og 7:30 að morgni með tölvupóst og sms til foreldra, þar sem hægt er að koma því við. Ef veður versnar á skólatíma fá foreldrar tölvupóst og sms, ef keyra þarf nemendur fyrr heim.  Tilkynningar eru einnig settar á heimasíðu skólans.

Mikilvægt er að foreldrar fylgist vel með veðri og veðurspá og taki ákvörðun fyrir sitt barn, sendi ekki barnið ef það metur aðstæður öðruvísi en skólinn. Einnig er mikilvægt að láta skólabílstjóra vita ef þeir telja ófært heim að sínum bæ.

Algengir hlekkir

Almennar upplýsingar