Nemendafélag

Nemendafélag

1. Almenn atriði.
Nafn félagsins er Nemendafélag Þjórsárskóla (NFÞ) og starfar samkvæmt lögum um grunnskóla nr.
Markmið félagsins:
a) gæta hagsmuna nemenda skólans með því m.a. að fjalla um áætlanir um skólastarf sbr. grunnskólalög.
b) sjá um og skipuleggja félagslíf nemenda í Þjórsárskóla.

Allir nemendur Þjórsárskóla teljast félagar í NFÞ. Aðsetur félagsins er í Þjórsárskóla, Árnesi.

Lög þessi skulu endurskoðuð árlega af stjórn NFÞ og staðfest af skólastjóra.

2. Aðalstjórn NFÞ.
Í aðalstjórn eiga sæti fulltrúar 5.-7. bekk Þjórsárskóla. Jafnmargir fulltrúar eru í varastjórn.
Aðalstjórn skiptir með sér verkum í starf formanns og ritara.

Aðalstjórn hefur ákvörðunar- og framkvæmdavald í öllum almennum málum NFÞ. Aðalstjórn NFÞ er bundin af lögum og reglum sem gilda um skólastarf og skólanámskrá skólans.

3. Starfsemi.
Aðalstjórn NFÞ fundar a.m.k. mánaðarlega.
Formaður stjórnar fundi en getur valið staðgengil sinn ef svo ber undir.
Aðalstjórn skal boða til almennra nemendafunda á skólaárinu til að auka almenna þátttöku nemenda í félagsstarfinu. Nemendafundir þessir geta verið í formi bekkjarfunda, almennra málfunda, kvöldvaka eða annarra skemmtana.
Nemendafundur skal boðaður með að minnsta kosti sólarhrings fyrirvara og umræðuefni kynnt á auglýsingatöflu bekkja.
Aðalstjórn skal reglulega senda út fréttir af starfsemi félagsins til félaga t.d. með fréttabréfi, tölvupósti, fréttum á heimasíðu eða umræðum í bekkjum.

4. Kosningar.
Í upphafi hvers skólaárs skal kosið í nemendafélag Þjórsárskóla.
Kjörgengir eru nemendur 5.-7. bekkja yfirstandandi skólaárs. Úr 5.-6. bekk er einn fulltrúi úr árgangi og tveir fulltrúar úr 7. bekk. Sá sem flest atkvæði fær er aðalmaður bekkjarins en hinn varamaður.

Aðalstjórn og skólastjóri skulu sjá um framkvæmd kosninga. Auglýsingar og áróður í tengslum við kosningar skulu fara eftir reglum sem skólastjóri eða fulltrúi hans setja.
Aðalstjórn og skólastjóri telja atkvæði og skulu úrslit birt eigi síðar en næsta virka skóladag eftir kosningu.

5. Gildi laganna.

Lög þessi öðlast nú þegar gildi.

Samþykkt af Aðalstjórn NFÞ

__________________________________

__________________________________

__________________________________

__________________________________

Samþykkt af skólastjóra

__________________________________

Valmynd

Nemendur