Mötuneyti

Mötuneyti skólans fyrir hádegismat er rekið í Árnesi. Matreiðslumaður er Þórður Ingvason sem eldar mat á staðnum. Starfsmaður mötuneytis sér um að skammta nemendum og hafa umsjón með nemendamatsal ásamt gæslufólki skólans. Matur er framreiddur kl. 11:55-12:25. Nemendur borða kl. 11:55
Morgunmatur skólans er framreiddur í sal skólans eftir fyrstu kennslulotu eða kl. 9:25-9:40. Hrönn Brandsdóttir starfsmaður skólans framreiðir morgunmat og hefur umsjón með honum, morgunhressing kostar 93 kr. Síðdegishressing kostar 110kr.
Í báðum matsölum eru alltaf starfsmenn skólans í gæslu á meðan nemendur matast.
Máltíðin kostar 372 kr. Gjaldskrá 2022
Foreldrar geta sótt um niðurfellingu á fæðisgjöldum ef barn hefur verið veikt í samfellt þrjá daga eða lengur.

Boðið verður upp á árstíðabundið grænmetistorg með öllum mat í Þjórsárskóla. Við erum vel í sveit sett og njótum uppskerunnar úr nágrannasveitinni Hrunamannahrepp. Þar er ,,mekka“ grænmetisframleiðslu landsins og frábært að geta notið hennar.

Áhersla er á ferskt hráefni í allan mat og bestu gæði í alla staði. Þannig verður hollustan í fyrirrúmi.

 

Á hverjum degi er í boði salatbar þar sem hægt er að fá ýmis grænmeti, hnetur, fetaost, olíur o.fl. J

Algengir hlekkir

Almennar upplýsingar