Jólaferð í skóginn

Jólaferð í skóginn

Jólaferð
Á mánudaginn fórum við í mjög vel heppnaða ferð í skóginn. Jólasveinninn kom og dansaði í kringum jólatréð með okkur og við sungum nokkur lög. Það var gaman að fá hann í heimsókn. Nemendur unnu svo verkefni tengd jólunum og jólasveinum. Upp úr 10 fengum við heitt kakó og lummur sem þær Sigrún, Hrafnhlidur og Bryndís höfðu útbúið fyrir okkur. Í lokin tíndum við efni í jólaskraut og þeir sem höfðu foreldra sína með sér fóru og völdu sér jólatré. Veðrið var frábært og nutum við öll ferðarinnar.

Hafðu samband við okkur

Þjórsárskóli Árnesi, 804 Selfoss
Sími: 486-6000
Kennitala: 540602-4410
Netfang: Skolastjori@thjorsarsarskoli.is

    [recaptcha]