Olweusarverkefnið gegn einelti

Olweusarverkefnið gegn einelti

Olweus
Þjórsárskóli er byrjaður í innleiðingarferli í Olweusarverkefninu, sem er áætlun gegn einelti og felur í sér fræðslu, vitundarvakningu og færniþjálfun starfsfólks. 

Eineltiskönnunin er árlegur liður í Olweusaráætluninni og nú hafa nemendur í 4.-7. bekk skólans lokið könnuninni. Niðurstöður úr henni munu liggja fyrir í janúar og verða kynntar starfsfólki skólans og foreldrum á fræðslufundum í framhaldi af því.

Á netinu fá finna góðan upplýsingabækling frá Dan Olweus – Ráðleggingar til foreldra, sem finna má á slóðinni: http://olweus.is/Einelti.pdf Hvet ég alla foreldra til þess að kynna sér hann.

Kristín Gísladóttir
Verkefnisstjóri Olweus í Þjórsárskóla