Heilsueflandi grunnskóli

Heilsueflandi grunnskóli


Liður í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli er að sjálfsögðu hreyfing. Starfsmenn feyktu því sannarlega  af stað af fullum krafti í gær á starfsdegi skólans, bókstaflega 🙂 og fóru í hressilegan göngutúr í villta veðrinu, en eins og heyrðist eitt sinn „það er ekki til vont veður, það er bara fólk sem klæðir sig illa.“ Fólk dúðaði sig og harkaði af sér. Stefnan var tekin í átt að Hamratungu, á gamla Þjórsárholtsveginn og komið á aðalveginn fyrir framan Réttarholt, síðan arkað fram að búð og í skólann. Þetta var hressandi í alla staði og ætlunin er að stunda gönguferðir eða aðra hreyfingu meðal starfsmanna nokkuð reglulega.

Bente