Jólavikan

Jólavikan

Á þriðjudaginn héldum við jólakaffi og boðið var upp á smákökur, sem nemendur höfðu bakað hjá Sigrúnu í heimilisfræði og heitt kakó. Á miðvikudaginn var jólamatur í Árnesi. Við sátum öll saman og borðuðum góðan mat, hangikjöt, meðlæti og ís á eftir. 

Í dag voru síðan litlu jólin, nemendur byrjuðu inni í stofu með kennurum sínum, kveikt var á kertum og hlustað var á jólasögu. Síðan var sungið og dansað í kringum jólatréð.
Fullt af fallegum myndum komnar inn á sameign.
1
Við minnum á að skólinn byrjar aftur 3. janúar 2013, samkvæmt stundatöflu. 

Starfsfólk Þjórsárskóla óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og friðar um hátíðarnar.