Kirkjuheimsóknir

Kirkjuheimsóknir

1
Fimmtudaginn 6. desember fóru nemendur í kirkjuheimsóknir. 1.-4. bekkur fór í Ólafsvallakirkju og 5.-7. bekkur fóru í Stóra– Núpskirkju. Séra Halldór Reynisson tók á móti börnunum á báðum stöðum.

1.-4. bekkur fór síðan í heimsókn að Blesastöðum þar sem börnin sungu og léku helgileik fyrir dvalargesti. Vel var tekið á móti okkur og þetta var sannkölluð gleðistund.