Aðventukvöld

Aðventukvöld

1
Sunnudaginn 2. desember var aðventukvöld í Árnesi. Nemendur skólans tóku þátt, fluttur var helgileikur og kór skólans söng nokkur jólalög. Í lokin sungu síðan nemendur skólans lag með kirkjukórnum. Gaman var hvað margir sáu sér fært að mæta og taka þátt í þessari yndislegu stund sem var góð byrjun á aðventunni.