Tónleikar á Selfossi

Tónleikar á Selfossi

1
Eldri barnakór Þjórsárskóla mun syngja á tónleikunum Jólin alls staðar í Selfosskirkju miðvikudagskvöldið  19. desember kl. 21.00.
Á tónleikunum koma fram söngvararnir Regína Ósk, Jógvan, Guðrún Árný Karlsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir ásamt hljómsveit.
Þetta er skemmtilegt og gott tækifæri fyrir kórbörnin að fá að taka þátt og upplifa svona tónleika og eru þau á fullu að æfa.
Þeir sem áhuga hafa að fara á tónleikana geta keypt miða á midi.is eða við innganginn (ef ekki verður uppselt).
Með kveðju úr skólanum
Helga Kolbeinsdóttir