Leikskólabörnin í skólanum

Leikskólabörnin í skólanum


Á fimmtudagsmorgnum í vetur komu 5 ára börnin úr leikskólanum í heimsókn í 1.-2.bekk. Í október og nóvember vorum við með álfaþema:  Lásum álfasögur, bjuggum til álfabók og hver nemandi bjó til sinn álf úr trölladeigi.

Í vetur hafa börnin fylgt stundaskrá fram að hádegi, borðað morgunmat,  unnið alls konar skólaverkefni, sungið og farið í útinám með Bente. Helga Guðlaugsdóttir, kennarinn þeirra úr leikskólanum, fylgir þeim.

Við erum ofsalega ánægð með þetta góða samstarf milli skólastiganna og hlökkum til að halda áfram eftir áramót. Nemendur í 1.-2. bekk taka vel á móti 5 ára börnunum og finnst gaman að fá þau í heimsókn. Yngri börnunum  líður líka vel, þau kynnast  skólanum, kennurum og nemendum og þetta er því góður undirbúningur fyrir skólagöngu þeirra næsta vetur.