Safnaferð hjá 5.-7.bekk

Safnaferð hjá 5.-7.bekk

Nemendur í  5.-7. bekk fóru í skemmtilega Safnaferð  mánudaginn 19. nóvember. Byrjað var á því að skoða Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi en Elinborg tók á móti okkur þar og fræddi okkur um  afleiðingar jarðskjálfta og hvernig við eigum að bregðast við þeim. Síðan lá leiðinn í Hveragerði þar sem við skoðuðum Listasafn Árnesinga en þar stendur yfir sýning er nefnist TÓMIÐ, Horfin verk Kristins Péturssonar. Safnstjóri Listasafnsins Inga Jónsdóttir sagði okkur ýmislegt athyglis­vert um ævi hans  og störf. Í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk sáum við ýmislegt fróðlegt um jarðskjálfta til dæmis má sjá jarðskjálftasprungu í gegnum gler á gólfinu. Að lokum fórum við í pizzahlaðborð á Hoflands­setrinu.