Skógarferð – apríl

Mánudaginn 31. mars fórum við inn í skóginn okkar í útinám. Þema dagsins er mælingar og ólíkar skógargerðir. Fyrst fórum við í göngutúr um skóginn með Jóhannesi og fengum fræðslu og síðan eftir að allir höfðu fengið sér heitt kakó og samlokur þá var farið í hópastarf. Vel heppnuð ferð...

Árshátíð 2014

Árlega bjóða nemendur skólans til árshátíðar og þetta árið var hún föstudaginn 14. mars í Árnesi. Þar komu nemendur fram og buðu upp á leik, söng og dans. Sýndir voru leikþættir, byggðir á indverskum þjóðsögum, um dýrin í Afríku og einnig voru söngvar og dansar í indverskum og afrískum stíl....

Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður í Árnesi föstudaginn 6.mars nk. kl 14.00.  Undanúrslitin voru í Þjórsárskóla og komust Bergsveinn og Einar Ágúst áfram.  Þeir eru búnir að fá heftin fyrir aðalkeppnina og æfa þar ljóð og annars konar texta af fullum krafti fram að keppni.  Allir strákarnir í 7. bekk hafa staðið sig...

Menningarferð til Reykjavíkur

Miðvikudaginn 12. febrúar fór allur skólinn í ferð til Reykjavíkur. Fyrst fórum við í Hörpu á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Spiluð var kvikmyndatónlist og kynnir var Gói og vakti þessi sýning mikla lukku meðal nemenda. Þá var ferðinni haldið niður í Laugardal, í Skautahöllina, þar sem borðaðar voru dýrindis pítsur og...

Lífshlaupið

Þjórsárskóli tekur þátt í grunnskólakeppni Lífshlaupsins.  Í vikunni var 4. bekkur svo heppinn að hljóta hvatningarverðlaun Rásar 2 og ÍSÍ.  Dregið var í beinni útsendingu á Rás 2 og fengu þau ávaxtakörfu senda frá Ávaxtabílnum.

Stórbætt íþróttaaðstaða í Árnesi

  Mér þykir ástæða til að hrósa Ungmennafélagi Gnúpverja og sveitarstjórn fyrir frábært framtak í kaupum og uppsetningu á stillanlegum körfuboltakörfum og boltamörkum í Árnesi. Einnig má þakka  Siggi Kára í Öxl sem sá um hönnun og smíði. Þetta stórbætir aðstöðu til  íþróttakennslu við Þjórsárskóla auk þess sem almenningur getur...

Nýjárskveðja

Um leið og við viljum óska foreldrum og aðstandendum gleðilegs árs þá minnum við á að fyrsti skóladagurinn er mánudagurinn 6. janúar og þá hefst kennsla samkvæmt stundatöflu. Í dag var starfsdagur í skólanum þar sem meðal annars var farið yfir áfallaáætlun skólans. Við minnum foreldra á að hafa samband...

Jólaferð í skóginn

11. desember fórum við í árlegu jólaferðina okkar í skóginn. Veðrið var yndislegt, hiti um frosmark, lygnt og jólasnjókoma. Þegar við komum inn í skóg tók hress og kátur jólasveinn á móti okkur, skyrgámur.  Við sungum og dönsuðum með honum kringum jólatréð.  Síðan var farið í fyrirmælaleiki. Í skýlinu tóku...

Aðventukvöld

Framundan er aðventan með öllum sínum dásemdum, fallegri ljósadýrð, notalegum samverustundum og hefðum. Fyrsti sunnudagur í aðventu var haldinn hátíðlegur hjá nemendum í Þjórsárskóla sunnudaginn 1. desember. Þá sýndu nemendur skólans helgileik, sungu falleg lög og tóku undir með söng kirkjukórsins.

Brunaæfing

Árlegt Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fer fram í nóvember. Mánudaginn 25. nóvember kom Snorri Baldursson slökkviliðsmaður í skólann og fræddi  nemendur í 3. bekk um eldvarnir. Þeim var gefinn kostur á að taka þátt í Eldvarnagetraun, sem börnin tóku  með sér heim og leysa í samvinnu við fjölskyldur sínar....