Lestur

Þjórsárskóli tekur þátt í landsleik í lestri.  Við höfum skráð öll börn skólans sem og starfsmenn til leiks.  Landsleikurinn gengur út á það að lesa daglega.  Það eru ekki skráðar bls. sem við lesum heldur verður tíminn sem fer í það að lesa skráður.  Við skráum hvaða bækur börnin eru að lesa og höldum utan um skráninguna.  Við hvetjum ykkur til að hjálpa börnunum og okkur í þessari keppni.  Allar nánari upplýsingar um landsleikinn er inn á síðunni: http://www.allirlesa.is/