Grænfáninn og skógarsamningur í Þjórsárskóla

Grænfáninn og skógarsamningur í Þjórsárskóla

 

Í dag héldum við hátíð í skólanum. Við tókum á móti Grænfánanum og skrifað var undir áframhaldandi samning við Skógrækt ríkisins til næstu þriggja ára.

Nemendur skólans byrjuðu á því að syngja saman Kvæðið um fuglana og umhverfisnefnd Þjórsárskóla sagði frá Grænfánaverkefninu í máli og myndum og Bolette sagði frá samstarfi okkar við Skógræktina. Flutt voru ávörp:

  Anna María Flygenring (Umhverfisnefnd hreppsins)

  Bjarni Másson (Skólanefnd)

  Hreinn Óskarsson (Skógrækt ríkisins)

  Ólafur Oddson (Lesið í skóginn)

Þá afhenti Gerður Magnúsdóttir okkur formlega Grænfánann í sjötta sinn. 

Í lokin var boðið upp á vöfflur sem nemendur í 7. bekk framreiddu.