Jólaferð í skóginn

Jólaferð í skóginn

Jólaferð2  Jólaferd 1

Þriðjudaginn 9. desember fórum við í jólaferðina okkar inn í skóg. Þegar við komum inn að skýlinu okkar, fundum við þar sofandi jólasvein sem hraut ansi hátt. Hann var hinn glaðasti með að hitta okkur og við sungum með honum og dönsuðum í kringum jólatré. Þá fórum við í leiki og þrautir og fengum okkur síðan heitt kakó og lummur sem búnar voru til á eldstæðinu í skóginum. Við enduðum á því að safna efniviði sem við ætlum að nota í skólanum og sumir fóru með foreldrum sínum að velja jólatré.