Lífshlaupið

Grunnskólakeppni Lífshlaupsins er nú lokið og endaði Þjórsárskóli í 6.sæti eins og hægt er að sjá á heimasíðunni; www.isi.is Gaman var að taka þátt í þessari keppni og stefnum við á að gera enn betur á næsta ári.

Nýtt landgræðsluverkefni

Þjórsárskóla hefur verið boðið að taka þátt í verkefni með Landvernd og Landgræðslu ríkisins.  Verkefni ber heitið „Fræðsla ungmenna og vistheimt á örfoka landi á Suðurlandi“.  Þremur skólum  er  boðið að vera með. Þetta er Hvolsskóli, Grunnskólinn á Hellu ásamt okkur.  Þessir skólar voru valdir þar sem þeir eru allir...

Öskudagur

Við byrjuðum daginn með því að nemendur voru í bekkjunum sínum þar sem rætt var um búningana, teknar voru hópmyndir og fleira. Eftir morgunkaffi fórum við saman í Árnes þar sem Jón Bjarnason hélt uppi fjörinu á balli sem stóð fram að hádegi. Kötturinn var sleginn úr tunnunni og börnin...

Skíðaferð 6. – 7. febrúar

Nemendur í 4. – 7. bekk fóru í vel heppnaða skíðaferð í Bláfjöll. Við gistum í Breiðabliksskálanum sem er mjög rúmgóður og vel staðsettur skáli. Margir höfðu ekki farið á skíði áður en allir komust af stað og fóru ýmist á skíði eða bretti . Árangurinn var stórkostlegur. Við vorum...

Góðar fyrirmyndir

Góðar fyrirmyndir Nemendur í 1.-2. bekk fóru á dögunum í tíma með nemendum  í  7. bekk. Eldri nemendur tóku vel á móti þeim yngri og var mikið hlegið, spjallað og spilað. Góð leið til þess að auka samkennd og ýta undir ábyrgð eldri nemenda í samskiptum við þá yngri.

Tannverndarvikan 28. janúar til 1. feb

  Áhersla Tannverndarvikunnar 2013 er á mikilvægi og hollustu VATNS. Með þessari áherslu er vakin athygli á kostum þess að velja vatn fram yfir aðra óhollari drykki og skapa jafnframt umræðu um mikilvægi þess að fólk hafi greiðan og góðan aðgang að hreinu og góðu drykkjarvatni. Nánari upplýsingar um vatn og tannheilsu...

Jólin alls staðar

Eldri barnakór Þjórsárskóla söng á tónleikunum Jólin alls staðar í Selfosskirkju miðvikudagskvöldið 19. desember. Á tónleikunum komu fram söngvararnir Regína Ósk, Jógvan, Guðrún Árný Karlsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir ásamt hljómsveit. Þetta var skemmtilegt og gott tækifæri fyrir kórbörnin að fá að taka þátt og upplifa svona tónleika og stóðu þau...

Jólavikan

Á þriðjudaginn héldum við jólakaffi og boðið var upp á smákökur, sem nemendur höfðu bakað hjá Sigrúnu í heimilisfræði og heitt kakó. Á miðvikudaginn var jólamatur í Árnesi. Við sátum öll saman og borðuðum góðan mat, hangikjöt, meðlæti og ís á eftir. Í dag voru síðan litlu jólin, nemendur byrjuðu inni...

Olweusarverkefnið gegn einelti

Þjórsárskóli er byrjaður í innleiðingarferli í Olweusarverkefninu, sem er áætlun gegn einelti og felur í sér fræðslu, vitundarvakningu og færniþjálfun starfsfólks. Eineltiskönnunin er árlegur liður í Olweusaráætluninni og nú hafa nemendur í 4.-7. bekk skólans lokið könnuninni. Niðurstöður úr henni munu liggja fyrir í janúar og verða kynntar starfsfólki skólans og...

Tónleikar á Selfossi

Eldri barnakór Þjórsárskóla mun syngja á tónleikunum Jólin alls staðar í Selfosskirkju miðvikudagskvöldið  19. desember kl. 21.00.Á tónleikunum koma fram söngvararnir Regína Ósk, Jógvan, Guðrún Árný Karlsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir ásamt hljómsveit.Þetta er skemmtilegt og gott tækifæri fyrir kórbörnin að fá að taka þátt og upplifa svona tónleika og eru...