Nýtt landgræðsluverkefni

Nýtt landgræðsluverkefni

28feb
Þjórsárskóla hefur verið boðið að taka þátt í verkefni með Landvernd og Landgræðslu ríkisins.  Verkefni ber heitið „Fræðsla ungmenna og vistheimt á örfoka landi á Suðurlandi“.  Þremur skólum  er  boðið að vera með. Þetta er Hvolsskóli, Grunnskólinn á Hellu ásamt okkur.  Þessir skólar voru valdir þar sem þeir eru allir grænfánaskólar. Verkefnið  fjallar  um gróður- og jarðvegseyðingu, tap á líffræðilegri fjölbreytni og loftslagsbreytingar.  Þetta á að vera langtíma verkefni og standa yfir u.þ.b. tíu – fimmtán ár. Það er gaman og spennandi fyrir okkur að vera þátttakendur í  þessu verkefni þar sem það getur orðið skemmtileg viðbót við það landgræðslustarf sem fyrir er í skólanum.