Skíðaferð 6. – 7. febrúar

Skíðaferð 6. – 7. febrúar

Nemendur í 4. – 7. bekk fóru í vel heppnaða skíðaferð í Bláfjöll. Við gistum í Breiðabliksskálanum sem er mjög rúmgóður og vel staðsettur skáli. Margir höfðu ekki farið á skíði áður en allir komust af stað og fóru ýmist á skíði eða bretti . Árangurinn var stórkostlegur. Við vorum frekar heppin með veður og nemendur létu ekki á sig fá þótt aðeins blési. Nemendur voru mjög jákvæðir og hjálpsamir hver við annan og ferðin var vel heppnuð í alla staði. Flottur hópur foreldra var með í för og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Án þeirra hefði ferðin ekki verið möguleg. (Fleiri myndir á sameigninni).

1
Nemendur í  1.-3. bekk  fengu að gera margt skemmtilegt á meðan þeir eldri voru í ferðinni. Farið var í leiki bæði úti og inni, spilað á spil, farið í borðtennis  og haldin var veisla þar sem boðið var upp á köku sem nemendur bökuðu sjálfir. 
2 3 4