Jólin alls staðar

Jólin alls staðar

1 2
Eldri barnakór Þjórsárskóla söng á tónleikunum Jólin alls staðar í Selfosskirkju miðvikudagskvöldið 19. desember.

Á tónleikunum komu fram söngvararnir Regína Ósk, Jógvan, Guðrún Árný Karlsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir ásamt hljómsveit. Þetta var skemmtilegt og gott tækifæri fyrir kórbörnin að fá að taka þátt og upplifa svona tónleika og stóðu þau sig öll með mikilli prýði.