Innkaupalisti

Innkaupalisti fyrir 1. – 4. bekk haustið 2012 Það reynist mörgum erfitt að halda utan um dótið sitt í skólanum og oft fer mikill tími í að leita að blýanti og strokleðri. Þetta truflar kennslu alltof oft. Því viljum við benda á að nauðsynlegt er að vera með gott pennaveski...

Vordagar

Þriðjudagur – Íþróttadagur Dagurinn byrjaði með spennandi sundkeppni í Brautarholti og síðan var grillveisla hjá Gauta í hádeginu. Eftir hádegi voru íþróttastöðvar. Stöðvarnar voru hinar skemmtilegustu: stígvéla kast, skotbolti, boðhlaup með egg og grjónapúða og pókó.      Miðvikudagur – Vorverk Nemendum var skipt í stöðvar og fóru í ýmis vorverk...

Fjárhúsferð

Mánudaginn 21. maí fórum við ásamt Emilíu íþróttakennara með 1. til 4. bekk í heimsókn í fjárhúsið í Eystra-Geldingaholti.  Við fórum gangandi og vorum um 20 mínútur hvora leið. Hlýtt var í veðri, sólskin og þurrt. Þegar í fjárhúsið kom voru nokkrar ær að bera og fylgdust börnin spennt með...

Reykir í Hrútafirði

Ferð 6.  og 7. bekkjar að Reykjum tókst mjög vel. Nemendur tóku virkan þátt í öllu því sem var í boði og voru mjög duglegir.  Allir voru kurteisir og fóru eftir fyrirmælum. Þau unnu hárgreiðslukeppnina með glæsibrag. Matthías var módelið og meistararnir sem greiddu voru Aníta, Díana og Sigríður Lára....

„Við erum frábær“ 1.-2.bekkur

   Nú á vordögum höfum við verið að vinna með fjölbreytt viðfangsefni í 1.-2. bekk samhliða hefðbundnu námsefni. Við höfum nýlokið við heildstætt verkefni úr sögunni Blómin á þakinu, þar sem tengdar voru saman margar námsgreinar. Í ritun erum við að æfa okkur að skrifa sögur og frásagnir og notum til...

Landgræðsludagur 5.-7. bekkur

  Fimmtudaginn 3. maí gengum við úr skólanum og upp á Skaftholtsfjall þar sem Sigþrúður hitti okkur og ræddi við okkur um uppgræðslu og sáningu. Við skoðuðum reitina okkar og skráðum hjá okkur  breytingarnar á þeim síðan í haust. Síðan bárum við á og sáðum á nýtt svæði. Sigþrúður lét...

Norræna skólahlaupið og íslenskuþema

    Í síðustu viku fórum við inn í Þjórsárskóg og tókum þátt í Norræna skólahlaupinu. Það er greinilegt að nemendur í skólanum eru ofurhraustir en nemendur í 4.-7. bekk hlupu rúmlega 5 km. og nemendur í 1.-3. bekk hlupu  2x1km. Eftir hlaupið fengum við okkur nesti og fórum síðan...

Heilsueflandi dagur 2012

 Miðvikudaginn, 25.apríl var þemavinna í tengslum við heilsueflandi grunnskóla. Eftir áramót hefur áhersla verið lögð á næringu, tannheilsu og hreinlæti. Þemavinnan byrjaði eftir morgunkaffið, rétt upp úr tíu. Kennarar skólans sýndu nemendum tvö stutt kennslumyndbönd frá Lýðheilsustöð um tannhirðu og hollt mataræði upp í sal. Að því loknu var nemendum...

Samfélagsfræði 5. – 7. bekkur

Síðan í janúar höfum við verið að vinna þemaverkefni um líf og ævi Leifs Heppna. Kennsluaðferðir hafa verið margar og lögð er áhersla á fjölbreytt og skapandi verkefni. Við höfum unnið verkefni tengd kennsluaðferðum Orð af orði, þar sem markmið er að auðga málumhverfið, efla orðvitund, orðaforða og lesskilning. Nemendur...

Ævintýrin enn gerast – Árshátíð Þjórsárskóla

Föstudaginn 16. mars var árshátíð Þjórsárskóla. Dagurinn gekk vel og allir stóðu sig prýðilega. Um morguninn kom rúta með nemendum úr Flúðaskóla á loka æfinguna okkar. Um kvöldið var svo frumsýningin.  Yngstu nemendur skólans í 1.-2. bekk léku leikrit um Búkollu, nemendur  í 3.- 4. bekk léku söguna um Dansinn...