Mikil gleði ríkti hjá okkur í gær. Nemendur komu í skólann í búningum og fóru í fjölbreytta stöðvavinnu í bekkjunum sínum. Eftir morgunkaffi fóru síðan allir saman út í Árnes þar sem við tók öskudagsskemmtun. Jón Bjarnason hélt uppi miklu dansfjöri og kötturinn var sleginn úr tunnunni. Nemendur fengu hressingu...
Varðliðar umhverfisins
Vorið 2011 fékk skólinn verðlaun fyrir ruslabækling sem nemendur í umhverfisnefnd skólans bjuggu til. Auk þess kom Sverrir Guðmundsson frá stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness með fræðslu til okkar í dag um stjörnufræði og vísindi frá umhverfisráðuneytinu og landvernd. Þau lærðu um dýrahringinn, sáu myndbönd og myndir frá geimvísindastöðinni og fengu að fara höndum...
Skautaferð 31. janúar 2012
Árlega er farið í ferð til þess að kynna fyrir nemendum vetraríþrótt. Í gær fórum við því í Egilshöll á skauta. Þetta var mjög skemmtileg ferð. Margir byrjuðu með grind á svellinu en einbeitingin var mikil og öryggið kom því fljótt. Sumir léku listir, aðrir fóru í þrautakóng og íshokkí....
ófærð
Skóli fellur niður í dag fimmtudag vegna ófærðar.
Gjöf frá kvenfélögum Skeiða og Gnúpverjahrepps
Í dag var jólaboð við lok skóladagsins. Nemendur undirbjuggu veislu í heimilisfræðitímum hjá Jenný og buðu í dag upp á margar sortir af smákökum og heitt kakó með rjóma. Formenn kvenfélaganna þær Anna og Jóhanna komu færandi hendi og gáfu skólanum video upptökuvél og þrífót. Kunnum við þeim okkar bestu...
Frétt af 3.-4.bekk
Fyrstu vikur skólaársins gerðum við margt í sambandi við haustið í náttúrufræði. Rétt eftir að skólinn byrjaði fórum við út og söfnuðum jurtum til að pressa.Við settum þær í dagblöð og síðan þungar bækur yfir. Við bjuggum til bók og límdum plönturnar okkar í hana og merktum þær. Sumar þekktum...
Aðventukvöld 27. nóvember
Fyrsti sunnudagur í aðventu var haldinn hátíðlegur á sunnudaginn. Að því tilefni lásu, sungu og léku nemendur skólans fyrir gesti í Brautarholti. Þetta kvöld var snjór og frost, sannkallað jólaveður. Það ásamt fallegum flutningi barnanna var góð byrjun á jólaföstunni og undirbúningi fyrir jólin.
Aðalfundur FÁS
Venjuleg aðalfundarsörf. / Skýrsla formanns, gjaldkera og kosningar. Kaffiveitingar Með bestu kveðju.
Dagur gegn einelti 8. nóvember
Allir dagar í Þjórsárskóla eiga að vera dagar án eineltis. Dagurinn í dag var tileinkaður baráttunni gegn einelti. Í tilefni af þessum degi þá unnum við öll saman verkefni undir yfirskriftinni virðing og vinátta. Byrjað var á því að safnast saman í salinn þar sem við fengum fræðslu og leikþætti...