Síðan í janúar höfum við verið að vinna þemaverkefni um líf og ævi Leifs Heppna. Kennsluaðferðir hafa verið margar og lögð er áhersla á fjölbreytt og skapandi verkefni. Við höfum unnið verkefni tengd kennsluaðferðum Orð af orði, þar sem markmið er að auðga málumhverfið, efla orðvitund, orðaforða og lesskilning. Nemendur...
Ævintýrin enn gerast – Árshátíð Þjórsárskóla
Föstudaginn 16. mars var árshátíð Þjórsárskóla. Dagurinn gekk vel og allir stóðu sig prýðilega. Um morguninn kom rúta með nemendum úr Flúðaskóla á loka æfinguna okkar. Um kvöldið var svo frumsýningin. Yngstu nemendur skólans í 1.-2. bekk léku leikrit um Búkollu, nemendur í 3.- 4. bekk léku söguna um Dansinn...
Samfélagsfræði í 3. og 4. bekk
Undanfarið höfum við fjallað um íslenska þjóðhætti í samfélagsfræði. Fyrir jólin tóku nemendur viðtal við fólk sem man jólahald fyrir nokkrum áratugum. Árangurinn birtist í 18 blaðsíðna myndskreyttu blaði sem nefnist „Jól og jólaundirbúningur á liðinni öld“. Börnin fengu blaðið sitt fyrir jólin, hver las sína frásögn og rætt var...
Náttúrufræði og skógurinn
Í dag fór skólinn í heimsókn inn í Þjórsárdal í yndisleg veðri, þar sem farið var í leiki og unnin voru verkefni tengd náttúrufræði. Þegar komið var inn í skóg var nemendum skipt niður í vinnuhópa. Nemendur í 5.-7. bekk voru svo heppnir að 6. bekkur í Flúðaskóla kom með...
Íslandspúsl í hringekju í 3. og 4. bekk
Í síðustu kennslustund á föstudögum vinna nemendur 3. og 4. bekkjar í hringekju. Hópnum er skipt í fjóra þriggja manna hópa og vinnur hver hópur að ákveðnu verkefni í 20 mínútur. Verkefnin hafa verið skrift, tölvur, vinnubók í íslensku, spil og púsl. Nú hafa nemendur lokið við að raða...
Fjáröflun nemenda í 6.-7. bekk
Fimmtudaginn 23. febrúar stóðu nemendur og foreldrar þeirra fyrir skemmtilegu BINGÓ kvöldi í Árnesi. Mæting var góð og vinningarnir voru veglegir og flottir eins og sjá má hér að neðan. Nemendur í 6. og 7. bekk þakka kærlega fyrir sig. Á Bingókvöldinu safnaðist dágóð upphæð sem nota á í ferðalag...
Öskudagur
Mikil gleði ríkti hjá okkur í gær. Nemendur komu í skólann í búningum og fóru í fjölbreytta stöðvavinnu í bekkjunum sínum. Eftir morgunkaffi fóru síðan allir saman út í Árnes þar sem við tók öskudagsskemmtun. Jón Bjarnason hélt uppi miklu dansfjöri og kötturinn var sleginn úr tunnunni. Nemendur fengu hressingu...
Varðliðar umhverfisins
Vorið 2011 fékk skólinn verðlaun fyrir ruslabækling sem nemendur í umhverfisnefnd skólans bjuggu til. Auk þess kom Sverrir Guðmundsson frá stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness með fræðslu til okkar í dag um stjörnufræði og vísindi frá umhverfisráðuneytinu og landvernd. Þau lærðu um dýrahringinn, sáu myndbönd og myndir frá geimvísindastöðinni og fengu að fara höndum...
Skautaferð 31. janúar 2012
Árlega er farið í ferð til þess að kynna fyrir nemendum vetraríþrótt. Í gær fórum við því í Egilshöll á skauta. Þetta var mjög skemmtileg ferð. Margir byrjuðu með grind á svellinu en einbeitingin var mikil og öryggið kom því fljótt. Sumir léku listir, aðrir fóru í þrautakóng og íshokkí....
ófærð
Skóli fellur niður í dag fimmtudag vegna ófærðar.