Sumarlestur

Sumarlestur


Margir nemendur tóku góðum framförum í lestri síðasta vetur. Til þess að viðhalda þessum framförum er mikilvægt að halda áfram að lesa á sumrin. Til þess að gera sumarlesturinn hvetjandi og spennandi fórum við í Þjórsárskóla af stað með verkefnið sumarlestur.

Hraðapróf í lestri frá því í vor og núna í haust hafa verið borin saman og greinileg fylgni er milli framfara hjá nemendum í lestri og sumarlesturs. Vonandi er því sumarlesturinn kominn til þess að vera.

Í dag veittum við verðlaun fyrir sumarlesturinn. Mikil þátttaka var í verkefninu og tóku 22 nemendur þátt. Fengu þeir sundpoka með glaðningi í. Má þar nefna spilastokk, buff, Andrés blað, litlar flugvélar, svitabönd og fleira. Auk þess fékk skólinn kassa fullan af bókum frá Bókaútgáfunni Veröld. Þökkum við þeim sem styrktu okkur með smágjöfum kærlega fyrir.

Styrktaraðilar: Nettó, Stöð 2, Arion banki, Síminn, Bykó, Landsbankinn,  Eimskip, TM, Bókaútgáfan Veröld og Vífilfell.