Hjóladagur og haustþema

Hjóladagur og haustþema

Hjólad
Fyrir hádegi fórum við í hina árlegu hjólaferð okkar. Markmiðið með henni var aðallega gleði,  hreysti og útivera og umferðareglur. Hjólaðar voru mislangar leiðir eftir aldri nemenda og vorum við svo heppin að veðrið var yndælt.

Eftir hádegi unnum við í bekkjum með verkefni sem tengdust réttarvikunni.

Nemendur í 1-2. bekk lærðu að þæfa og bjuggu til kindur.

Nemendur í 3.- 4.bekk bjuggu til réttir í þrívídd úr pappamassa.

Nemendur í 5.-6. bekk  lærðu um fjallmenn fyrr og nú.

Nemendur í 7. bekk nýttu sér nýuppteknar karteflur. Helmingnum af þeim var pakkað í trölladeig og sett á eldstæði og bakað þannig. Hinar voru flysjaðar, kryddaðar og bakaðar í strimlum í ofni. Meðlæti var kryddsmjör og kaldar sósur, sem nemendur bjuggu til úr kryddjurtunum okkar.

Skemmtilegur dagur sem kom öllum í góðan gír fyrir réttirnar J

Nú eru komnar fullt af nýjum myndum á vefinn af hjóladeginum, útilegunni og kartöflunum.