Baráttudagur gegn einelti

Baráttudagur gegn einelti

Í dag er sérstakur dagur á Íslandi sem tileinkaður er baráttu gegn einelti. Við í Þjórsárskóla tókum þátt í deginum og við segjum STOPP við einelti.

Nemendur höfðu allir fengið innlegg um Olweus og einelti og bjuggu í framhaldi af því til hendurnar sínar og skrifuðu inn í þær þeir hvað þeir geta gert sjálfir til þess að koma í veg fyrir einelti og byggja upp jákvæð samskipti. Starfsfólk skólans tók líka þátt. Hendurnar voru síðan settar upp á vegg og mynda saman orðið STOPP.
1 2  
Um hádegi komu allir nemendur og starfsfólk skólans saman úti á skólalóðinni og í tilefni dagsins var vígður fallegur staður og honum gefið nafnið  „Vinaminni“. Staðurinn á að minna okkur á mikilvægi vináttunnar og að koma vel  fram við aðra. Þangað er hægt að fara í frímínútum og eiga góða stund með vinum sínum og vinkonum.  Stundinni lauk með því að við tókum höndum saman utan um Vinaminni til þess að sýna samstöðu okkar.