Grænfáninn

Grænfáninn

mÞriðjudaginn 9. október var haldin hátíð í skólanum. Þá fögnuðum við afhendingu Grænfánans í 5 sinn. Það var Sigþrúður Jónsdóttir fulltrúi landverndar sem afhendi fánann. Auk hennar tók Ástráður, fulltrúi nemenda í umhverfisnefndinni, til máls ásamt sveitastjóranum okkar, Kristófer. Við leggjum hart að okkur í skólanum að sinna umhverfinu og erum því ákaflega stolt af þessari viðurkenningu.

Nemendur í 7. bekk buðu upp á nýbakaðar vöfflur í tilefni dagsins, með rjóma og sultu sem þau bjuggu sjálf til.