Tannverndarvikan 28. janúar til 1. feb

  Áhersla Tannverndarvikunnar 2013 er á mikilvægi og hollustu VATNS. Með þessari áherslu er vakin athygli á kostum þess að velja vatn fram yfir aðra óhollari drykki og skapa jafnframt umræðu um mikilvægi þess að fólk hafi greiðan og góðan aðgang að hreinu og góðu drykkjarvatni. Nánari upplýsingar um vatn og tannheilsu...

Jólin alls staðar

Eldri barnakór Þjórsárskóla söng á tónleikunum Jólin alls staðar í Selfosskirkju miðvikudagskvöldið 19. desember. Á tónleikunum komu fram söngvararnir Regína Ósk, Jógvan, Guðrún Árný Karlsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir ásamt hljómsveit. Þetta var skemmtilegt og gott tækifæri fyrir kórbörnin að fá að taka þátt og upplifa svona tónleika og stóðu þau...

Jólavikan

Á þriðjudaginn héldum við jólakaffi og boðið var upp á smákökur, sem nemendur höfðu bakað hjá Sigrúnu í heimilisfræði og heitt kakó. Á miðvikudaginn var jólamatur í Árnesi. Við sátum öll saman og borðuðum góðan mat, hangikjöt, meðlæti og ís á eftir. Í dag voru síðan litlu jólin, nemendur byrjuðu inni...

Olweusarverkefnið gegn einelti

Þjórsárskóli er byrjaður í innleiðingarferli í Olweusarverkefninu, sem er áætlun gegn einelti og felur í sér fræðslu, vitundarvakningu og færniþjálfun starfsfólks. Eineltiskönnunin er árlegur liður í Olweusaráætluninni og nú hafa nemendur í 4.-7. bekk skólans lokið könnuninni. Niðurstöður úr henni munu liggja fyrir í janúar og verða kynntar starfsfólki skólans og...

Tónleikar á Selfossi

Eldri barnakór Þjórsárskóla mun syngja á tónleikunum Jólin alls staðar í Selfosskirkju miðvikudagskvöldið  19. desember kl. 21.00.Á tónleikunum koma fram söngvararnir Regína Ósk, Jógvan, Guðrún Árný Karlsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir ásamt hljómsveit.Þetta er skemmtilegt og gott tækifæri fyrir kórbörnin að fá að taka þátt og upplifa svona tónleika og eru...

Jólaferð í skóginn

Á mánudaginn fórum við í mjög vel heppnaða ferð í skóginn. Jólasveinninn kom og dansaði í kringum jólatréð með okkur og við sungum nokkur lög. Það var gaman að fá hann í heimsókn. Nemendur unnu svo verkefni tengd jólunum og jólasveinum. Upp úr 10 fengum við heitt kakó og lummur...

Kirkjuheimsóknir

Fimmtudaginn 6. desember fóru nemendur í kirkjuheimsóknir. 1.-4. bekkur fór í Ólafsvallakirkju og 5.-7. bekkur fóru í Stóra– Núpskirkju. Séra Halldór Reynisson tók á móti börnunum á báðum stöðum. 1.-4. bekkur fór síðan í heimsókn að Blesastöðum þar sem börnin sungu og léku helgileik fyrir dvalargesti. Vel var tekið á...

Heilsueflandi skóli

 Mig langar að benda ykkur á þetta skemmtilega jóladagatal Samanhópsins með tillögum að samverustundum fyrir fjölskylduna á hverjum degi í desember, eitthvað nýtt á hverjum degi. http://samanhopurinn.is/   Þetta er tilvalin hugmynd til að benda foreldrum á, en á þessari síðu er einnig að finna fróðleik og hvatningu til foreldra....

Aðventukvöld

Sunnudaginn 2. desember var aðventukvöld í Árnesi. Nemendur skólans tóku þátt, fluttur var helgileikur og kór skólans söng nokkur jólalög. Í lokin sungu síðan nemendur skólans lag með kirkjukórnum. Gaman var hvað margir sáu sér fært að mæta og taka þátt í þessari yndislegu stund sem var góð byrjun á...

Leikskólabörnin í skólanum

Á fimmtudagsmorgnum í vetur komu 5 ára börnin úr leikskólanum í heimsókn í 1.-2.bekk. Í október og nóvember vorum við með álfaþema:  Lásum álfasögur, bjuggum til álfabók og hver nemandi bjó til sinn álf úr trölladeigi. Í vetur hafa börnin fylgt stundaskrá fram að hádegi, borðað morgunmat,  unnið alls konar...