Kirkjuheimsóknir

Fimmtudaginn 6. desember fóru nemendur í kirkjuheimsóknir. 1.-4. bekkur fór í Ólafsvallakirkju og 5.-7. bekkur fóru í Stóra– Núpskirkju. Séra Halldór Reynisson tók á móti börnunum á báðum stöðum. 1.-4. bekkur fór síðan í heimsókn að Blesastöðum þar sem börnin sungu og léku helgileik fyrir dvalargesti. Vel var tekið á...

Heilsueflandi skóli

 Mig langar að benda ykkur á þetta skemmtilega jóladagatal Samanhópsins með tillögum að samverustundum fyrir fjölskylduna á hverjum degi í desember, eitthvað nýtt á hverjum degi. http://samanhopurinn.is/   Þetta er tilvalin hugmynd til að benda foreldrum á, en á þessari síðu er einnig að finna fróðleik og hvatningu til foreldra....

Aðventukvöld

Sunnudaginn 2. desember var aðventukvöld í Árnesi. Nemendur skólans tóku þátt, fluttur var helgileikur og kór skólans söng nokkur jólalög. Í lokin sungu síðan nemendur skólans lag með kirkjukórnum. Gaman var hvað margir sáu sér fært að mæta og taka þátt í þessari yndislegu stund sem var góð byrjun á...

Leikskólabörnin í skólanum

Á fimmtudagsmorgnum í vetur komu 5 ára börnin úr leikskólanum í heimsókn í 1.-2.bekk. Í október og nóvember vorum við með álfaþema:  Lásum álfasögur, bjuggum til álfabók og hver nemandi bjó til sinn álf úr trölladeigi. Í vetur hafa börnin fylgt stundaskrá fram að hádegi, borðað morgunmat,  unnið alls konar...

Heilsueflandi grunnskóli

Liður í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli er að sjálfsögðu hreyfing. Starfsmenn feyktu því sannarlega  af stað af fullum krafti í gær á starfsdegi skólans, bókstaflega :) og fóru í hressilegan göngutúr í villta veðrinu, en eins og heyrðist eitt sinn „það er ekki til vont veður, það er bara fólk sem...

Safnaferð hjá 5.-7.bekk

Nemendur í  5.-7. bekk fóru í skemmtilega Safnaferð  mánudaginn 19. nóvember. Byrjað var á því að skoða Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi en Elinborg tók á móti okkur þar og fræddi okkur um  afleiðingar jarðskjálfta og hvernig við eigum að bregðast við þeim. Síðan lá leiðinn í Hveragerði þar sem...

Dagur íslenskrar tungu

Föstudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu. Við í Þjórsárskóla héldum daginn hátíðlegan með því að taka þátt í Menningarkvöldi sem sveitafélagið okkar stóð fyrir í Árnesi. Yngri og eldri kórar skólans fluttu nokkur lög, undir stjórn Helgu Kolbeins og síðan voru atriði frá hverjum aldursstigi. Nemendur í 1.- 2....

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur á föstudaginn í Árnesi. Nemendur mæta kl: 19.45 í Árnes. Okkar dagskrá byrjar stundvíslega kl. 20.00 og verður í tæpa klukkustund.  Eftir það er  myndasýning og fleira á vegum hreppsins. Í lok samkomunnar verður boðið upp á kaffi. Foreldrar og aðrir gestir velkomnir. Ef...

Baráttudagur gegn einelti

Í dag er sérstakur dagur á Íslandi sem tileinkaður er baráttu gegn einelti. Við í Þjórsárskóla tókum þátt í deginum og við segjum STOPP við einelti. Nemendur höfðu allir fengið innlegg um Olweus og einelti og bjuggu í framhaldi af því til hendurnar sínar og skrifuðu inn í þær þeir hvað...

Heimilisfræði

Nemendur hafa verið mjög áhugasamir í Heimilisfræði, margir hafa beðið um uppskriftir. Núna er hægt að finna eitthvað af uppskriftunum,  sem við höfum verið að gera í haust, hérna á heimasíðu skólans undir: Tenglasafn Heimilisfræði – uppskriftir. Fleiri uppskriftir bætast svo við fljótlega.   Nemendur í 1. og 2.bekk gerðu flottar...