Nýsköpun – markaður

Nýsköpun - markaður

1
Mánudaginn 6. maí héldum við hér í skólanum Nýsköpunarmarkað, Flóamarkað og kaffihús með 5.-7. bekk auk þess sýningu á stærðfræðiverkefni nemenda í  5.-6.bekk.

Nýsköpunarmarkaðurinn er liður í nýsköpunarkennslu sem kennd er í  smíði. Krakkarnir í 5.-7. bekk tóku öll þátt í verkefni vetrarins sem hófst í janúar og fólst í því að leita eftir þörf eða hugmynd að vöru sem þau gætu framleitt. Þau byrjuðu á því að stofna fyrirtæki innan hópana og hófu svo leit eftir verkefnum sem þau urðu sammála um að útfæra og byrjuðu framleiðslu á. Liður í verkefninu var einnig að finna út kostnað á framleiðslunni og að síðustu verðlögðu þau svo vöruna.

Á nýsköpunarmarkaðnum kynntu fyrirtækin: Tréföng ehf. , Kortakrækjur, Iceola, Jónas og Einararnir, Live longer, Statíf og EVA sig og vöru síðan fyrir gestum sem síðan var boðin til sölu. Viðtökurnar á markaðnum voru frábærar og eftir 15 mínútur var nánast allt selt. Innkoma krakkana var um 26.000, sem þau munu nota til þess að gera eitthvað skemmtilegt saman.

Kveðja frá smíðakennara

Lilja

Kaffihúsið og flóamarkaðurinn var liður í fjáröflun nemenda fyrir vorferð þar sem krakkarnir voru búnir að baka í heimilisfræðinni og undirbúa allt sjálfir. Þar safnaðist 63.000. Viljum við þakka öllum sem gátu komið og tóku þátt í þessu með okkur. Hér á heimasíðuna erum komnar margar skemmtiegar myndir af deginum.