Vordagur

Síðasti dagur þessa skólaárs var vordagur. Við létum veðrið ekki spilla fyrir okkur og fórum út í hin ýmsu vorverk á skólalóðinni. Plantað var trjám, birkiplöntum sem skólinn fékk frá Yrkjusjóði og grenitrjám frá Panasonic í Japan. Litlar trjáplöntur voru settar í potta, borið var á og tínt rusl. Í lokin var nemendum og starfsfólki boðið upp á gos og súkkulaði.