Landnámsvinna

Landnámsvinna

2
Seinni hluta vetrar hafa nemendur í 3. og 4. bekk fræðst um landnám Íslands. Landnámsvinnan var samþætt við myndmennt og íslensku. Stuðst var við bókina Komdu og skoðaðu landnámið þar sem fjallað er um nokkra landnámsmenn og ýmislegt tengt landnáminu. Einnig voru Landnámsmenn sveitarinnar sérstaklega teknir fyrir, hvar þeir bjuggu og tengsl þeirra. Gluggað var í margs konar bækur, sem segja frá landnámsmönnum og lífi þeirra og internetið kom að góðum notum. Nemendur unnu veggmyndir, fyrst máluðu þeir landslag á arkir, síðan voru landnámbæir málaðir og límdir á ásamt fólki og fénaði og öðru sem tilheyrði landnámsöld.  Dúkkulísur voru notaðar til hjálpar í þessari vinnu, börnin teiknuðu fyrst útlínur eftir dúkkulísum og síðan andlit, hár og föt á mannskapinn eftir smekk hvers og eins. Þetta fannst krökkunum skemmtilegt, landnámsmenn, stórir og smáir, spruttu fram hver af öðrum, dúkkulísuvinnan virkaði vel, jafnt hjá strákum sem stelpum. Nú prýða þessar veggmyndir bekkjarstofu listamannanna, Hamraland.  Kveðja  Árdís