Stærðfræði 5.-7.bekkur

Tölfræði og líkindi hafa verið aðalviðfangsefnin í stærðfræði síðustu vikurnar. Nemendur unnu hópverkefni þar sem gögnum var safnað af skólalóðinni og unnin úr þeim veggspjöld með texta og myndriti. Einn hópur valdi að flokka hellur, annar tré, einn litinn á húsunum í hverfunum, einn leiktæki og einn form. Nemendur völdu...

Landgræðsluferð 17. október

Við fengum Sigþrúði Jónsdóttir í heimsókn til okkar í skólann og hún fræddi okkur um lífbreytileika. Það var mjög áhugavert. Síðan fórum við upp á Skaftholtsfjall þar sem skipt var í aldurshópa og unnin verkefni. Nemendur í 1.-2. bekk dreifðu rúllum, 3.-4. bekkur sáði birkifræjum, sem nemendur höfðu  safnað við...

Grunnskólamót HSK

Við krakkarnir í 6-7. bekk.fórum á frjálsiþróttamót á Laugarvatni í síðustu viku. Við kepptum í langstökki,spretthlaupi og kúluvarpi. Það var skipt í stelpu og stráka hópa. Okkur gekk mjög vel á frjálsiþróttamótinu og þótti mjög gaman. Skólinn fékk viðurkenningarskjal heim. http://www.sunnlenska.is/ithrottir/13048.html Edda Guðrún Arnórsdóttir

Hjóladagurinn

Árleg hjólaferð var farin 10. september. Allir voru með hjálma, í gulum öryggisvestum og farnar voru mislangar leiðir eftir bekkjum. 1. og 2. bekkur hjólaði í kringum skólann, 3., 4. og 5. bekkur hjólaði reiðgöturnar fram fyrir Kálfárbrú og gamla veginn til baka.  Elsti hópurinn fór 10 km leið, svokallaðan...

Sumarlestur

Þetta er annað árið sem skólinn stendur fyrir sumarlestrarátaki fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Nemendur sem lásu upphátt að lágmarki 20 sinnum yfir sumarið fengu viðurkenningarskjal og verðlaun núna í vikunni. Þátttakan í ár var alveg frábær, rúmlega 90% nemenda tóku þátt. Áhugi var mikill og voru margar bækur lesnar....

Útilega

Árleg útilega Þjórsárskóla er skemmtilegt uppbrot í skólastarfinu. Hún þjappar nemendum saman eftir sumarið og er að auki kjörið tækifæri til þess að læra að umgangast, bera virðingu fyrir og hlúa að skóginum okkar. Við lögðum af stað inn í skóg um hádegi. Þar tók Ólafur Oddsson á móti okkur...

Skólasetning

Skólasetning Þjórsárskóla fer fram í sal skólans föstudaginn  24. ágúst kl. 14:00.

Innkaup 2013-2014

1.- 2. Bekkur – Hildur Lilja Nokkrir breiðir þrístrendir blýantar, t.d. Faber-Castell. Gott strokleður (t.d. svarta strokleðrið) Stórt og gott límstifti Yddari, helst með boxi til að taka við yddi Góðir þrístrendir trélitir, t.d. Lyra Skæri Teygjumappa til að hafa í tösku 2 stk. A4 stílabók, 1 rauð og 1...

Vordagur

Síðasti dagur þessa skólaárs var vordagur. Við létum veðrið ekki spilla fyrir okkur og fórum út í hin ýmsu vorverk á skólalóðinni. Plantað var trjám, birkiplöntum sem skólinn fékk frá Yrkjusjóði og grenitrjám frá Panasonic í Japan. Litlar trjáplöntur voru settar í potta, borið var á og tínt rusl. Í...

Sundmót Þjórsárskóla

Þriðjudaginn 14. febrúar var hið árlega sundmót skólans haldið í Brautarholtslaug. Nemendur úr 5.-7. bekk kepptu í bringusundi og skriðsundi í dásamlegu veðri. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í stúlkna og drengjaflokki. Óskum við þessu efnilega sundfólki til hamingju. Stúlkur: Gull – Eydís Birta Þrastardóttir 7. bekk Silfur...