Leikhússtund í leikskólanum

Leikhússtund í leikskólanum


Nemendum í 1.-2. bekk var boðið á leiksýningu um Hans klaufa í Leikholti. Það var foreldrafélagið Leiksteinn sem stóð fyrir henni. Stoppleikhópurinn setti upp söguna með leik og söng og náði þessi skemmtilega sýning vel til barnanna. Eftir sýninguna fengu börnin að skoða og prófa leikmuni og spjalla við leikarana.