Árshátíð 2014

Árshátíð 2014


Árlega bjóða nemendur skólans til árshátíðar og þetta árið var hún föstudaginn 14. mars í Árnesi. Þar komu nemendur fram og buðu upp á leik, söng og dans. Sýndir voru leikþættir, byggðir á indverskum þjóðsögum, um dýrin í Afríku og einnig voru söngvar og dansar í indverskum og afrískum stíl. Nemendur taka mikinn þátt í undirbúningi, hanna leikmynd, búninga, grímur og leikmuni og fer sú vinna fram á stöðvum í árshátíðarvikunni. Mikil leikgleði leikarana stóra og smáa einkenndi sýninguna frá upphafi til enda.  Að lokinni skemmtidagskrá nutu síðan árshátíðargestir kaffiveitinga í boði foreldra.  Myndir af árshátíðinni okkar eru nú komnar inn á myndasvæði skólans.