Skógarferð í maí

Skógarferð í maí

Þriðjudaginn 6. maí fórum við í útinám inn í Þjórsárdalsskóg. Þemað í þessari ferð var fuglar og lífræn/ólífræn efni. Unnið var á 5 stöðvum að fjölbreyttum verkefnum. Þessi ferð var fjölmennari en venjulega þar sem við vorum með gesti: 20 kennara frá Myllubakkaskóla og síðan vini okkar, elstu nemendur úr leikskólanum Leikholti. Allt gekk eins og í sögu og mikill áhugi var hjá nemendum um verkefnin. Hver veit nema í skólanum gætu leynst fuglafræðingar framtíðarinnar.