Jólaferð í skóginn

Á mánudaginn fórum við í mjög vel heppnaða ferð í skóginn. Jólasveinninn kom og dansaði í kringum jólatréð með okkur og við sungum nokkur lög. Það var gaman að fá hann í heimsókn. Nemendur unnu svo verkefni tengd jólunum og jólasveinum. Upp úr 10 fengum við heitt kakó og lummur...

Kirkjuheimsóknir

Fimmtudaginn 6. desember fóru nemendur í kirkjuheimsóknir. 1.-4. bekkur fór í Ólafsvallakirkju og 5.-7. bekkur fóru í Stóra– Núpskirkju. Séra Halldór Reynisson tók á móti börnunum á báðum stöðum. 1.-4. bekkur fór síðan í heimsókn að Blesastöðum þar sem börnin sungu og léku helgileik fyrir dvalargesti. Vel var tekið á...

Heilsueflandi skóli

 Mig langar að benda ykkur á þetta skemmtilega jóladagatal Samanhópsins með tillögum að samverustundum fyrir fjölskylduna á hverjum degi í desember, eitthvað nýtt á hverjum degi. http://samanhopurinn.is/   Þetta er tilvalin hugmynd til að benda foreldrum á, en á þessari síðu er einnig að finna fróðleik og hvatningu til foreldra....

Aðventukvöld

Sunnudaginn 2. desember var aðventukvöld í Árnesi. Nemendur skólans tóku þátt, fluttur var helgileikur og kór skólans söng nokkur jólalög. Í lokin sungu síðan nemendur skólans lag með kirkjukórnum. Gaman var hvað margir sáu sér fært að mæta og taka þátt í þessari yndislegu stund sem var góð byrjun á...

Leikskólabörnin í skólanum

Á fimmtudagsmorgnum í vetur komu 5 ára börnin úr leikskólanum í heimsókn í 1.-2.bekk. Í október og nóvember vorum við með álfaþema:  Lásum álfasögur, bjuggum til álfabók og hver nemandi bjó til sinn álf úr trölladeigi. Í vetur hafa börnin fylgt stundaskrá fram að hádegi, borðað morgunmat,  unnið alls konar...

Grýla og jólasveinarnir

Á mánudaginn var nemendur í 1.- 2. bekk boðið á leiksýninguna: „Grýla og jólasveinarnir“ í leikskólanum. Þórdís Arnljótsdóttir, leikkona, töfraði fram ýmislegt upp úr einni ferðatösku,  t.d. grýlu og gömlu jólasveinana 13. Hún sýndi okkur hvernig þau litu út, hvernig þau klæddu sig og hvernig þau höguðu sér . Hún...

Heilsueflandi grunnskóli

Liður í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli er að sjálfsögðu hreyfing. Starfsmenn feyktu því sannarlega  af stað af fullum krafti í gær á starfsdegi skólans, bókstaflega :) og fóru í hressilegan göngutúr í villta veðrinu, en eins og heyrðist eitt sinn „það er ekki til vont veður, það er bara fólk sem...

Safnaferð hjá 5.-7.bekk

Nemendur í  5.-7. bekk fóru í skemmtilega Safnaferð  mánudaginn 19. nóvember. Byrjað var á því að skoða Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi en Elinborg tók á móti okkur þar og fræddi okkur um  afleiðingar jarðskjálfta og hvernig við eigum að bregðast við þeim. Síðan lá leiðinn í Hveragerði þar sem...

Dagur íslenskrar tungu

Föstudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu. Við í Þjórsárskóla héldum daginn hátíðlegan með því að taka þátt í Menningarkvöldi sem sveitafélagið okkar stóð fyrir í Árnesi. Yngri og eldri kórar skólans fluttu nokkur lög, undir stjórn Helgu Kolbeins og síðan voru atriði frá hverjum aldursstigi. Nemendur í 1.- 2....

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur á föstudaginn í Árnesi. Nemendur mæta kl: 19.45 í Árnes. Okkar dagskrá byrjar stundvíslega kl. 20.00 og verður í tæpa klukkustund.  Eftir það er  myndasýning og fleira á vegum hreppsins. Í lok samkomunnar verður boðið upp á kaffi. Foreldrar og aðrir gestir velkomnir. Ef...