Grýla og jólasveinarnir

1
Á mánudaginn var nemendur í 1.- 2. bekk boðið á leiksýninguna: „Grýla og jólasveinarnir“ í leikskólanum. Þórdís Arnljótsdóttir, leikkona, töfraði fram ýmislegt upp úr einni ferðatösku,  t.d. grýlu og gömlu jólasveinana 13. Hún sýndi okkur hvernig þau litu út, hvernig þau klæddu sig og hvernig þau höguðu sér . Hún gerði það svo snilldarlega að enginn varð hræddur, ekki einu sinni við grýlu. Allir skemmtu sér vel.

Þórdís náði vel til barnanna og fengu börnin mikið hrós fyrir hvað þau voru stillt og lifðu sig inn í leiksýninguna.
2