Stórbætt íþróttaaðstaða í Árnesi

  Mér þykir ástæða til að hrósa Ungmennafélagi Gnúpverja og sveitarstjórn fyrir frábært framtak í kaupum og uppsetningu á stillanlegum körfuboltakörfum og boltamörkum í Árnesi. Einnig má þakka  Siggi Kára í Öxl sem sá um hönnun og smíði. Þetta stórbætir aðstöðu til  íþróttakennslu við Þjórsárskóla auk þess sem almenningur getur...

Nýjárskveðja

Um leið og við viljum óska foreldrum og aðstandendum gleðilegs árs þá minnum við á að fyrsti skóladagurinn er mánudagurinn 6. janúar og þá hefst kennsla samkvæmt stundatöflu. Í dag var starfsdagur í skólanum þar sem meðal annars var farið yfir áfallaáætlun skólans. Við minnum foreldra á að hafa samband...

Jólaferð í skóginn

11. desember fórum við í árlegu jólaferðina okkar í skóginn. Veðrið var yndislegt, hiti um frosmark, lygnt og jólasnjókoma. Þegar við komum inn í skóg tók hress og kátur jólasveinn á móti okkur, skyrgámur.  Við sungum og dönsuðum með honum kringum jólatréð.  Síðan var farið í fyrirmælaleiki. Í skýlinu tóku...

Aðventukvöld

Framundan er aðventan með öllum sínum dásemdum, fallegri ljósadýrð, notalegum samverustundum og hefðum. Fyrsti sunnudagur í aðventu var haldinn hátíðlegur hjá nemendum í Þjórsárskóla sunnudaginn 1. desember. Þá sýndu nemendur skólans helgileik, sungu falleg lög og tóku undir með söng kirkjukórsins.

Brunaæfing

Árlegt Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fer fram í nóvember. Mánudaginn 25. nóvember kom Snorri Baldursson slökkviliðsmaður í skólann og fræddi  nemendur í 3. bekk um eldvarnir. Þeim var gefinn kostur á að taka þátt í Eldvarnagetraun, sem börnin tóku  með sér heim og leysa í samvinnu við fjölskyldur sínar....

Dagur íslenskrar tungu

Föstudaginn 15. nóvember var Þjórsárskóli með hátíðardagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu.  Skemmtunin hófst klukkan 20 í Árnesi. 1.-2. bekkur sá um afmælissöng skólans 3.-4. bekkur fjallaði um sögu Ásaskóla 5.-7. bekkur fjallaði um sögu Brautarholtsskóla Yngri og eldri kór skólans söng kvæði og lög og sýndur var afrakstur...

Dagur gegn einelti

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttu gegn einelti. Markmiðið með deginum er að vekja athygli  á málefninu, líta yfir farinn veg og taka höndum saman um hvernig hægt er að bæta samskipti og koma í veg fyrir einelti. Þjórsárskóli hefur verið með í þessum degi frá upphafi og er...

Náttfatadagur

Nú er afmælisár skólans og að því tilefni var ákveðið að hafa öðruvísi dag einu sinni í mánuði. Krakkarnir koma sjálfir með hugmyndir að uppbroti og þennan mánuðinn var náttfatadagur fyrir valinu.

Stærðfræði 1.-4.bekkur

Í stærðfræðinni er tekin við rúmfræðilota. Í 1.-4. bekk var hún byrjuð á stöðvavinnu sem gekk mjög vel fyrir sig. Á einni stöðinni fengu nemendur þau fyrirmæli að útbúa mynd úr formum, á myndinni átti að vera þriggja hæða hús, sól, tré, stelpa eða strákur og bíll. Nemendur fengu síðan...

Jól í skókassa

„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni KFUM og KFUK sem felst í því að gleðja önnur börn með því að gefa þeim jólagjafir. Þetta er hluti af vinnu okkar með sjálfbærni í Þjórsárskóla og höfum við tekið þátt í þessu verkefni undanfarin ár. Allir nemendur í skólanum bjuggu til sinn...