Nýjárskveðja

Nýjárskveðja

Um leið og við viljum óska foreldrum og aðstandendum gleðilegs árs þá minnum við á að fyrsti skóladagurinn er mánudagurinn 6. janúar og þá hefst kennsla samkvæmt stundatöflu.

Í dag var starfsdagur í skólanum þar sem meðal annars var farið yfir áfallaáætlun skólans. Við minnum foreldra á að hafa samband við skólann ef börnin missa einhvern nákominn sér þannig að starfsfólk skólans geti skapað aðstæður þannig að börnunum líði sem best.

Áfallaáætlun skólans má finna á heimasíðunni undir flipanum viðbragðsáætlanir.

Slóðin er: http://www.thjorsarskoli.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=83&Itemid=105