Stórbætt íþróttaaðstaða í Árnesi

Stórbætt íþróttaaðstaða í Árnesi

 

Mér þykir ástæða til að hrósa Ungmennafélagi Gnúpverja og sveitarstjórn fyrir frábært framtak í kaupum og uppsetningu á stillanlegum körfuboltakörfum og boltamörkum í Árnesi. Einnig má þakka  Siggi Kára í Öxl sem sá um hönnun og smíði. Þetta stórbætir aðstöðu til  íþróttakennslu við Þjórsárskóla auk þess sem almenningur getur nýtt þennan tækjakost líka. Með kærri kveðju Bente Hansen