Brunaæfing

Brunaæfing


Árlegt Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fer fram í nóvember.

Mánudaginn 25. nóvember kom Snorri Baldursson slökkviliðsmaður í skólann og fræddi  nemendur í 3. bekk um eldvarnir. Þeim var gefinn kostur á að taka þátt í Eldvarnagetraun, sem börnin tóku  með sér heim og leysa í samvinnu við fjölskyldur sínar.

Þau fengu öll að gjöf myndskreytta bók um slökkviálfana Loga og Glóð og afrek þeirra. Í sögunni er að finna allar nauðsynlegar upplýsingar til að leysa Eldvarnagetraunina.

Í framhaldi af fræðslunni var óvænt brunaæfing í skólanum og stóðu allir sig með stökustu prýði. Að lokum var farið yfir brunakerfið og reyndist það í góðu lagi.