Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu


Föstudaginn 15. nóvember var Þjórsárskóli með hátíðardagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu.  Skemmtunin hófst klukkan 20 í Árnesi.

1.-2. bekkur sá um afmælissöng skólans

3.-4. bekkur fjallaði um sögu Ásaskóla

5.-7. bekkur fjallaði um sögu Brautarholtsskóla

Yngri og eldri kór skólans söng kvæði og lög og sýndur var afrakstur haustsins í danskennslu. Nemendur voru vel undirbúnir og allir lögðu sitt af mörkum. Nemendur stóðu sig frábærlega í fjölbreyttum hlutverkum og erum við mjög stolt af þeim.

Eftir sýninguna var boðið upp á kaffiveitingar. Vel var mætt og var gaman hvað margir komu á hátíðina víðs vegar að.

Margar skemmtilegar myndir eru að finna hér á heimasíðunni undir myndir