Dagur gegn einelti

Dagur gegn einelti


8. nóvember ár hvert er helgaður baráttu gegn einelti. Markmiðið með deginum er að vekja athygli  á málefninu, líta yfir farinn veg og taka höndum saman um hvernig hægt er að bæta samskipti og koma í veg fyrir einelti. Þjórsárskóli hefur verið með í þessum degi frá upphafi og er í þriðja sinn sem Þjórsárskóli tekur þátt í þessum degi. Við fórum yfir eineltishringinn og hver árgangur hannaði sinn „Draumaskóla“.

Þennan dag fórum við af stað með verkefnið „lestrarvini“ . Hver og einn nemandi í 1.-2. bekk á núna sinn lestrarvin ú 5. – 7. bekk, sem hann hittir reglulega. Eldri nemendur koma í heimsókn, hlusta á þau yngri lesa, ræða saman um lesturinn og lesa síðan fyrir þau yngri. Á þennan hátt ætlum við að vinna með að auka jákvæð tengsl á milli nemenda innan skólans og auk þess hafa gaman saman.
Fleiri myndir frá deginum má sjá hér til hliðar undir flipanum „myndir“.