Jól í skókassa

Jól í skókassa


„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni KFUM og KFUK sem felst í því að gleðja önnur börn með því að gefa þeim jólagjafir. Þetta er hluti af vinnu okkar með sjálfbærni í Þjórsárskóla og höfum við tekið þátt í þessu verkefni undanfarin ár. Allir nemendur í skólanum bjuggu til sinn kassa og komu með í hann dót frá sínu heimili. Alltaf gott að gleðja aðra.

Skókassarnir verða sendir til Úkraínu. Íslensku skókössunum verður meðal annars dreift á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt.