Jólaferð í skóginn

Jólaferð í skóginn

11. desember fórum við í árlegu jólaferðina okkar í skóginn. Veðrið var yndislegt, hiti um frosmark, lygnt og jólasnjókoma.

Þegar við komum inn í skóg tók hress og kátur jólasveinn á móti okkur, skyrgámur.  Við sungum og dönsuðum með honum kringum jólatréð.  Síðan var farið í fyrirmælaleiki.

Í skýlinu tóku þær Sigrún, Hrafnhildur og Biddý á móti okkur með heitum lummum, piparkökum og kakó og eftir að allir höfðu borðað sig sadda fóru sumir að leita að jólatré með foreldrum sínum og aðrir að leita af efniviði til þess að nota í skreytingar í skólanum.

Enn ein vel heppnuð ferð í skóginn er að baki en hver þeirra skapar margar góðar minningar. Það eru forréttindi að hafa svona fallegt umhverfi til þess að nota í útikennslu.