Aðventukvöld

Aðventukvöld


Framundan er aðventan með öllum sínum dásemdum, fallegri ljósadýrð, notalegum samverustundum og hefðum. Fyrsti sunnudagur í aðventu var haldinn hátíðlegur hjá nemendum í Þjórsárskóla sunnudaginn 1. desember. Þá sýndu nemendur skólans helgileik, sungu falleg lög og tóku undir með söng kirkjukórsins.