Föstudaginn 17. mars var árshátíð Þjórsárskóla haldin í Árnesi. Sýndir voru leikþættir sem byggðir voru á leikritunum: „Þegar drottningin á Englandi fór í orlofið“ sitt og Skuggasveini. Um morguninn var Leikholti, Flúðaskóla og eldri borgurum boðið á síðustu æfinguna. Um kvöldið sýndu nemendur fyrir fullum sal af foreldrum og aðstandendum....
Náms- og starfsráðgjafi
Guðný María Sigurbjörnsdóttir náms- og starfsráðgjafi hefur hafið störf við Þjórsárskóla. Hún er ráðin sem sameiginlegur starfsmaður grunnskólanna í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi. Guðný María verður annan hvern þriðjudag í Þjórsárskóla. Hún sinnir náms og starfsfræðslu og nemendur geta farið til hennar til spjalls og ráðagerða. Á þriðjudögum er hún...
Réttarfrí og foreldradagur
Föstudaginn 16. september er frí vegna Skaftholtsrétta. Mánudaginn 19. september er foreldradagur. Næsti hefðbundni skóladagur er því þriðjudaginn 20. september. ...
Fjallferðir og réttir
Í vikunni fengum við skemmtilega fræðslu frá Árdísi kennara um fjallferðir, smalamennsku og réttir. Afréttarkortið var hengt upp og að morgni skóladags fylgdumst við með því hvert fjallmenn færu í dag, hvaða svæði væri smalað og í hvað húsi væri gist. Fræðslan náði vel til nemenda enda eiga margir foreldra...
Skólaslit 2016
Mynd: Gunnar Jónatansson Miðvikudaginn 1. júní...
Fróðleiks skilti
Í vetur hafa nemendur í 5. 6. og 7.bekk unnið samþætt verkefni í smíði og útinámi. Þau bjuggu til skilti með ýmsum fróðleik um sveitina okkar en skiltin eru að finna við stígnum sunnan við Árnes. Skógrækt ríkisins í Þjórsárdal lagði til efnivið og skógarvörður Jóhannes Hlynur Sigurðsson og Árdís...
Sundkeppni 2016
Sundmót Þjórsárskóla var haldið í bliðskaparveðri 10.maí í Skeiðalaug. Yngri nemendur skólans voru búin að útbúa hvatningarspjöld fyrir keppendur og voru þau mjög dugleg við að hvetja og skapa góða stemningu á pöllunum. Krakkar úr leikskólanum komu líka og tóku vel undir hvatningarhrópin J Keppendur stóðu sig vel og var...
Ferð nemenda í 6.-7. bekk á Reyki 18.- 22. apríl
Vikuna 18-22 apríl fóru 6. og 7. bekkur í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði. Með þeim í för voru Hafdís og Hrafnhildur. Það voru tveir aðrir skólar líka á sama tíma. Ekki var hefðbundin kennsla heldur var nemendum skipt í hópa sem gerðu mismunandi verkefni. Það var náttúrufræði, íþróttir, sveit...
Fengu hjólahjálma að gjöf
Nemendurnir í 1. bekk Þjórsárskóla fengu á dögunum hjólahjálma að gjöf frá Kiwanishreyfingunni og Eimskipafélaginu. Í framhaldi af þessu má minna á að nú eru börn á öllum aldri farin að vera meira á hjólum í vorblíðunni og mikilvægt er að þau noti alltaf hjálm, hann sé rétt stilltur og...
Jólakveðja
Í dag voru litlu jólin í Þjórsárskóla. Í myndasameign má sjá fleiri myndir frá þeim degi. Starfsfólk skólans óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hlökkum til að sjá nemendur 4. janúar þegar skólinn byrjar aftur. ...