Fengu hjólahjálma að gjöf

Nemendurnir í 1. bekk Þjórsárskóla fengu á dögunum hjólahjálma að gjöf frá Kiwanishreyfingunni og Eimskipafélaginu. Í framhaldi af þessu má minna á að nú eru börn á öllum aldri farin að vera meira á hjólum í vorblíðunni og mikilvægt er að þau noti alltaf hjálm, hann sé rétt stilltur og að hann sitji rétt á höfði barnanna.

Hér er linkur á góða leiðbeiningasíðu um hjálma: https://www.landsbjorg.is/assets/myndir/umferd/us-hjalmar%20baeklingur%20lok%202006.pdf