Ferð nemenda í 6.-7. bekk á Reyki 18.- 22. apríl

Vikuna 18-22 apríl fóru 6. og 7. bekkur í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði.  Með þeim í för voru Hafdís og Hrafnhildur.  Það voru tveir aðrir skólar líka á sama tíma. Ekki var hefðbundin kennsla heldur var nemendum skipt í hópa sem gerðu mismunandi verkefni.  Það var náttúrufræði, íþróttir, sveit og saga og byggðasafn.  Á kvöldin voru kvöldvökur og síðasta daginn diskótek.  Við vorum einstaklega heppin með veður en það var milt og sólskin.  Við tókum þátt í hárgreiðslukeppni þar sem stelpur greiða strákum og komumst áfram með tvo nemendur í 8 manna úrslit og áfram í 4 manna úrslit.  Við áttum líka verðlaunahafa í borðtennis en borðtennismeistari Skólabúðanna var Auðunn Magni Björgvinsson og Guðný Vala Björgvinsdóttir var í 3. sæti. .  Óhætt er að segja að nemendur voru skólanum okkar til mikils sóma.  Takk fyrir samveruna krakkar.  Hafdís og Hrafnhildur.